mánudagur, janúar 30, 2006

Slagsmál i vinnunni..

Það eru tveir tvítugir strákar að vinna með mér og er annar þeirra mjög ofvirkur.. Svo ég hafi nú aðdragandann (að slagsmálunum) með þá eru þessir tveir búnir að fjárfesta í læstum nammiskáp sem þeir eru alltaf með inn á kaffistofu og er það nammi sem aðeins þeir borða.. Þeim myndi aldrei detta í hug að gefa einhverjum einn einasta nammimola.. Og er mjög fyndið að fylgjast með þessu.. Þeir opna og læsa skápnum eftir hvern mola sem þýðir að í 30 mín pásu þá opna þeir og loka þessum blessaða skáp 20 sinnum.. Það er auðvitað búið að gera mikið grín af þeim og um daginn var starfsmannafundur sem er auðvitað bara morð og voru þeir búnir að troðfylla skápinn fyrir fundinn mikla.. Þá var einn starfsfélagi minn svo hrikalega sniðugur að hann skrúfaði skápinn í sundur, tók allt nammið úr honum og setti í staðinn úldinn banana, tvær manadrínur og legókubba í skápinn.. Allt nammið setti hann síðan í frystirinn.. Ég var svo "óheppin" að missa af þessum fundi en þessi ofvirki var næstum því farin að grenja yfir þessu.. Þetta var þvílíka sjokkið fyrir þá (skil það svo sem alveg, þetta var nú einu sinni nammi).. En jæja einhvern veginn er herra ofvirkur svo viss um að þetta hafi verið ég sem gerði þetta sem er alveg ótrúlegt því eins og hinn benti á; ef þetta hefði verið Hrabba þá hefði hún ekki fryst nammið heldur étið það sem er auðvitað hárrétt hjá honum.. En allavega þá var ég úti á leikvellinum í dag með þessum ofvirka og var hann að gera sig líklegan til að grýta stærðarinnar snjóhlunki í mig.. Ég ætlaði bara að vera fyrri til og rauk í hendina á honum svo hann næði ekki að gera neitt en það endaði með því að hann náði að koma mér úr jafnvægi þannig að ég datt aftur fyrir mig en sleppti auðvitað ekki honum og grýtti honum yfir mig liggjandi (hann flaug) þannig að hann brotlenti greyið strákurinn svo illa að það losnaði í honum tönn og blæddi úr munninum á honum, hahahaha.. Hann hugsar sig kannski um tvisvar áður en hann ákveður að vaða í mig aftur.. Og spáið í það hvað börnin hafa haldið..

En að öðru mikilvægu málefni..... Rasistminn mættur... Nei nei bara að benda ykkur á rasistmann í múslimunum.. Nú er allt að verða vitlaust í þessum arabalöndum út í alla Dani og bara Danmörk út af einni helvítis mynd sem einhver einn gæji teiknaði af Muhammed (þetta átti bara að vera grín og ekkert illt meint með þessu).. Þessi mynd var svo birt í einhverju drasl blaði og það er allt CRAZY..
Við erum að tala um að það er búið að taka út danskar vörur úr búðunum í einhverjum af þessum löndum og allir eru hvattir til að sniðganga allt danskt.. Þeir eru að kveikja í danska fánanum út á götu og ég veit ekki hvað og hvað.. Þarna erum við að tal um að þeir eru búnir að dæma alla Dani útaf einni teikningu sem einhver einn maður gerði.. Svo eru alltaf verið að segja að ég sé of dómhörð.. Ég get nú eytt nokkrum dögum í að koma með dæmi af þessu fólki.. Svo eru Danir að byggja Mosku fyrir þetta fólk, það er auðvitað ekki í lagi.. Arabarnir myndu nú örugglega reisa eitt stykki kirkju fyrir okkur Norðurlandafólkið ef við myndum hópast þangað.. Líklegt....

Best að Hrabba hrausta fari að lúlla og byggja upp vöðvana.. Þeir eru í stanslausri notkun þessa dagana.. Stefni á að taka tvær tennur í morgun..

Later

P.S Daggan er nýkomin frá Sviss og hefur margt að segja ykkur.. Komin tími á kelluna sem var nú orðin svo dugleg á tímabili..

Comments:
Gott hjá þér að sýna drengnum bara í tvo heimana Hrabba mín!! Nú passar hann sig kannski bara...aldrei að vita nema þú fáir bara nammi hjá honum hér eftir! hehe

En hvað er málið með þetta múslimarugl... Danir ættu bara að taka sig til og smala þessu liði í gám og senda það til síns heima...ekkert vera að gera þessu liði greiða meir!
Þá væri nú kátt í höllinni...hehe (án þess að ég sé með einhverja fordóma sko)!!hehemmm
anyways...keep up the good work ;o)
Hilsen Tinna
 
Þetta hefur verið algjör B-O-B-A BOMBA! hjá þér kelling;-). En dísess hvað ég er fegin að það er ekki fólk eins og þú vinnur í leikskólanum hjá mínum krökkum (hahaha). En ég veit að Daníel verður ánægður með Hröbbu sterku!

Ps. Ef Ísól nær í síma er hún um leið búin að hringja í "Vittu Dis" og malar heilmikið við hana öll kvöld... Kannast Dísin eitthvað við þessi símtöl?? Viita Dís og Una (vinkona Daníels) eru líka Idolin hennar varðandi föt - ef pæjan er í pilsi eða kjól er hún "vín eis og Vitta Dís" ...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?