föstudagur, janúar 27, 2006

Vanlíðan af spennu..

Það er alveg hrikalegt að sitja kyrr og horfa á svona spennandi leiki.. Sat undir teppi með endalausan hroll og leið bara virkilega illa.. Mér leið strax betur þegar leikurinn var búinn.. 1 stig betra en ekkert eins og leit út fyrir 5 mín fyrir leikslok.. Vá hvað er miklu betra að vera inn á vellinum í svona spenningi.. Ég hefði líka ekki meikað að mæta í vinnuna á morgun ef við hefðum tapað, búin að vera aðeins og yfirlýsingaglöð..

En ég verð að gefa einkunnir þar sem að þetta er kannski eini leikurinn sem ég sé með liðinu:

*** Snorri Steinn Guðjónsson: Hrikalega öflugur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.. Frábærar opnanir fyrir Arnór nokkrum sinnum og flott mörk.. 100% nýting á vítalínunni og mjög góð víti.. Frábært að hafa hann svona vel spilandi..

** Arnór Atlason: Er að sýna það að við þurfum engan Garcia til að hjálpa þessu liði.. Skoraði mjög mikilvæg mörk og óhræddur við að taka ábyrgð..

* Alexander Petterson og Birkir Ívar Guðmundsson: Alex var frábær í vörninni og virkilega gaman að fylgjast með honum í vörn.. Laus við allan fautaskap og er auðvitað bara rugl fljótur á fótunum.. Birkir byrjaði leikinn frábærlega og var það honum að þakka að við komumst 5 mörkum yfir í fyrri hálfleik sem kostaði Danina orku að þurfa að ná..

Fúsi og Robbi koma svo næstir á eftir.. Þeir voru að skila fínum leik..

Fínt að vera komin áfram með 3 stig í milliriðla og eiga þýðingarlausan leik á móti Ungverjum.. Það verður auðvelt að hvíla nokkra leikmenn..

Svo er bara að vona að Óli verði tilbúinn í milliriðilinn.. Saknaði allra stoðsendinganna í annari bylgju.. Það er líka alveg frábært hvernig talað er um hann hérna í danska sjónvarpinu og þá erum við að tala um alla bestu handknattleiksmenn Dana, þeir tala um hann eins og GUÐINN í boltanum..

Og aðeins frá boltanum:
Var að lesa í dönsku blaði um bílslys í Flórída en í því fórust 7 systkini sem öll voru í sama bílnum.. Það var trukkur sem bombaði inn í þau.. Þau létust öll og ekki nóg með það, þegar afinn frétti af þessu fékk hann hjartaáfall og dó.. Mamman örugglega bara hress í dag..

Áfram Ísland
Over and out
Hrabba

Comments:
Sælar skvís ! Alveg sammála þér ég var að drepast úr stressi ég get ekki horft á svona leiki. Enn hvað er að gerast Nodensbro bara búin að slá minn mann út hvað er það ?????
 
Já Nöddesbo er bara búinn að eiga rugl tímabil.. Hrikalega góður. Á meðan er Knudsen bara búinn að vera í ruglinu.. Nefbrjóta sig, láta svo líða yfir sig stuttu seinna og fá alvarlegt höfuðhögg.. Pínu óheppinn.. Hann kom svo bara inn rétt fyrir mót því að Flensborg ætlaði ekki að leyfa honum að fara.. En útlitslega séð er ég bara mjög ánægð með byrjunar línumanninn...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?