miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Fuglaflensan!!!!!

Allir orðnir svo stressaðir útaf þessari blessuðu fuglaflensu.. Salan á fuglakjöti er á hraðri niðurleið sem þýðir auðvitað að Hrabban kaupir ódýrari kjúlla.. Mjög sátt við þetta.. Ég get ekki að því gert en þetta er eitthvað sem hræðir mig ekki neitt og er ég nú mjög lífhrædd manneskja. Ég hef samt 2 spurningar sem eru kannski pínu vitlausar en það hefur allavega engin getað svarað mér hingað til:

1) Það var mikið gagnrýnt fyrir einhverjum mánuðum síðan að Danir hefðu keypt upp einhver lyf útaf fuglaflensunni.. Þessi lyf hljóta að gera eitthvað gagn fyrst að þau voru keypt upp eða hvað?

2) Nú er líka mikið talað um að fuglabændur séu í mestri áhættu á að smitast. Ég hef aldrei heyrt neitt um smit í matvöru. Hvernig er það getur maður smitast ef að kjúklingurinn hefur verið frosinn? Endilega einhver svarið mér ef þið vitið eitthvað.. Kannski eruð þið bara jafn heimsk og ég..

Já verð að játa að ég hef ekki mikið verið að fylgjast með þessari blessuðu fuglaflensu..

Að boltanum... Sá að Valur dróst á móti LC Bruhl frá Sviss.. Kæru Valsarar ég get nú sagt ykkur það að ég er búin að spila á móti þeim þrisvar á síðasta hálfa ári og ég er sannfærð um það að þið séuð að fara áfram.. Við unnum þær með einhverjum 19 mörkum í 50 mín leik í ágúst og rústuðum þeim svo aftur í des, man reyndar ekki með hvað mörgum.. Þið hefðuð ekki getað verið heppnari með drátt tel ég..

Er dottinn í Chelsea-Barcelona..
Hrabba

Comments:
Hmmhhmmmmm best að gáfnaljósið tjái sig aðeins. ; )
Skoooo ég held að veiran geti stökkbreyst og lyfin hætt að virka ef eitthvað
blablablabla....hehehehehe....
Allavega er talað um það að fólk eigi ekki að hamstra þetta lyf sem nefnist Tamiflu. Þ.e.a.s ef fólk byrjar að taka inn þetta lyf í einhverju magni til að koma í veg fyrir smit þá verður líkaminn ónæmur fyrir lyfinu á endanum og við munum öll DEYJAAAA.......
Semsagt, allt er gott í hófi ; )

Svo held ég að það sé nú alveg hægt að smitast þó að kjúlli litli hafi verð frosinn. Ætli veiran ranki ekki við sér aftur við smá hita. Það er að segja veiran drepst ekki af frostinu, liggur sennilega bara í dvala.
Þú ættir kannski bara að prófa,
fá eins og eitt stykki smitaðan frosinn bíbí,elda svo góðan kjúklingarétt handa Viktori (ég á fullt af góðum uppskriftum fyrir þig) og láta okkur svo vita hvernig hann hefur það. ; )
Vona að þetta hafi svarað einhverju.
Veit ekki rassgat hvort þetta er rétt. Býst samt við því fyrst ég svaraði þessu ; )

Knús knús Þórdís og Eikin litla.
 
tetta lyf er fyrirbyggjandi fyrir fólk sem er ad fara á "fuglainfluensu svædi" eda madur grunar ad er sýkt, tá á tad ad auka batahorfurnar ef madur tekur tad innan 48 tíma e fyrstu einkenni....

tad eru afar litlar líkur á tví ad smitast vid tad ad éta vel eldadan mat. en ég held ad veiran hafi oftast smitast airborne en madur getur smitast vid ad medhøndla sýkt kjøt.
teir segja ad tad sé ekki til neitt mótefni gegn H5N1 veirunni sem virkar á menn...veit ad teir eru ad bólusetja fugla m.a. í frakklandi, en teir eru ad vinna í tví med mótefni f menn...og eru ad prufa einhverja týpu.

hilsen,dr.sveil
 
Takk gáfnaljósin mín.. Það verður ekkert annað en kjúlli á disknum mínum næstu mánuði.. Þetta er spennandi svona svipað og rússnesk rúlletta, hehe..
 
Þessi fuglaflensustofn er bara alls ekki nýr eins og flestir halda!! Þetta er sbr stofn og var í Spænsku veikinni þegar hún herjaði um Evrópu á 19. öldinni... vandamálið er að hún leggst á fríska einstaklinga á besta aldri (séð frá sjónarhorni vinnumarkaðarins), þ.e á aldrinum 20-35 ára þannig að það má segja að við séum í mestri hættu!! Það er ekki vitað afhverju, en svo virðist sem þessi veira sýkir síst þá einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi af e-um ástæðum!!
- bara svona smá innskot úr sögunni sem ég heyrði frá smitsjúkdómasérfræðinginum sem var á vakt með mér um daginn!!
Annars, svona bara út frá minni reynslu sem læknir (sem er reyndar ekkert svo ýkja mikill), þá virkar Tamiflu ekkert sérstaklega vel og heilbrigðir einstaklingar hafa bara gott af því að veikjast inn á milli (þó að það sé oftast hundleiðinlegt) og þannig up-data ónæmiskerfið sitt og styrkja það.
Ég bið bara að heilsa Árósum!!
 
Hrabba mín, mér finnst mjög líklegt að veiran drepist við suðu eða steikingu, þ,e ef að þú værir með sýkt kjöt. Þolir ekki það mikinn hita.

En samt myndi ég ekkert vera að éta kjúlla ef að þetta kemur til dk, bara til öryggis skiluru..

knús Hafdís Hinriks.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?