sunnudagur, febrúar 05, 2006

Til hamingju Ísland því ég fæddist hér.....

Vá hvað þetta er grípandi lag og ekki nóg með það þá er það auðvitað bara hreinasta snilld.. Það er allavega ljóst hvaða lag er að fara í Eurovision í ár.. Það verður líka eingin smá athygli sem hún á eftir að fá þegar hún mætir á svæðið.. Páll Óskar á meira að segja eftir að verða abbó.. Hann sem bjargaði þessari keppni að eigin sögn.. Hvað á Silvía Nótt eftir að gera??? Hún á eftir að eiga þessa keppni.. Ég hlakka allavega mikið til að sjá keppnina í ár ef hún verður fulltrúi okkar Íslendinga í ár.. Það ætti nú ekki mikið að geta komið í veg fyrir það nema einhverjir tapsárir gæjar sem eru eitthvað að reyna að kæra.. Þeir verða sennilega brenndir á báli í Austurstrætinu ef sú kæra á eftir að ganga í gegn.. Þeir eru nú ófáir aðdáendur Silvíu og enn fleiri eftir gærdaginn..

Fórum í dag yfir landamærin og keyptum aðeins inn. Nú er til nóg af bjór og gosi í kotinu.. (Júlli minn þú færð fyrstu tvær dósirnar frítt en það verður rukkað eftir það).. Á leiðinni heim heimsóttum við stórfjölskylduna í Vejen, Matta, Lindu og gríslingana þrjá.. Þar beið okkar þetta líka fína hlaðborð og úrslitaleikur Em á eftir.. Við enduðum svo frábæran dag á grilluðum pullum.. Rosa gaman að koma til þeirra og það var bara vesen að ná Dísinni út. Hún var nú bara mikið að spá í að vera eftir.. En takk kærlega fyrir okkur Linda og Matti.. Við bíðum með hlaðborðið hérna í Árósunum þegar þið mætið í stórborgina..

Á leiðinni heim horfðum við Viktoría á Lassý sem ég fann á DVD í Fötex.. Vá hvað það er langt síðan ég sá Lassý og tókst okkur mæðgum að tárast yfir því þegar Lassý dó.. Já maður er nú fljótur að gleyma því að hann dó svo bara ekki neitt.. Fljót að gleyma segi ég svo, það er ekki eins og ég hafi séð Lassý í gær.. En það er bara svo sætt þegar Viktoría er að tárast yfir myndum.. Segir svo bara alltaf: "Ég er ekkert að gráta það koma bara tár"..

Ég ætla að gera nokkrum greiða og láta það eiga sig að skrifa um múslimana.. Þetta er komið út í algjöra vitleysu og maður bíður bara eftir því hvað þeir gera næst.. Heimta svo bara að Danir biðji afsökunar sem þeir eru búnir að gera og hvað gerist þá.. Jú jú kveikt í dönsku sendiráði.. Þegar blaðið birti afsökunarbeiðni leið sólarhringur og þá þurfti að rýma bygginguna vegna sprengihótunnar.. Það er greinilega að svínvirka að biðjast afsökunar.. Bíddu ætlaði ég ekki að láta það eiga sig að skrifa um þetta???? Það er oft erfitt að þegja...

Svo ég kveð í bili
Hrabba

Comments:
Já hún frænka mín er snilli, Silvía Night shining in the light. En ég óttast að þessu durgur þarna sem er að kæra því að hann veit að lögin hans tapa fyrir Silvíu, fái það í gegn að Silvía verið rekin. En það verður allt crazy.

Knús Hafdís Hinriksdóttir
 
Ég er búin að tala við Stuðmenn og mæti í íslenska búningnum þeirra, til að lenda ekki í þessum geðsjúklingum þarna úti.
 
Svo að það er til nóg af gosi og Milky way súkkulaðismjöri hjá minni þessa dagana (jakk!!).
Hey, og Lassy er sko HÚN (stelpuhundur, en ekki hvað?)
 
sælar. ég týndi númerinu þínu. nenniru að senda það í síman hennar Rakelar. 6926241
komum á morgun.
kv Lísa
 
Erna mín það er sorg á heimilinu.. Milky Way súkkulaðið var búið bara eitthvað viðbjóðis nutella í boði.. Það verður því ekki borðað neitt brauð næstu 4 mánuðina..

Lísa mín búin að redda þessu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?