föstudagur, mars 10, 2006

Ég er búin að sjá kjánalegasta þátt EVER!!!!

Nú er Daninn enn og aftur að ganga frá mér.. Nýjasta sjónvarpsefnið þeirra er KYNLÍFSSKÓLINN og er þessi "frábæri" þáttur alltaf á dagskrá á föstudögum.. Þar sem ég er mikill aðdáandi kjánalegra þátta þá verð ég auðvitað að fylgjast með þessum og ég get nú sagt ykkur það að kjánhrollurinn fer ekki fyrr en langt eftir lok hvers þáttar.. Í þessum þætti eru einhver 8 pör (að ég held) sem sitja í einskonar skólastofu og eru að læra alskonar kynlífstrix og eru þau auðvitað látin gera sig að fíflum endalaust.. Alveg ótrúlegt hvað hægt er að hafa fólk út í.. Í kvöld toppaði þessi þáttur allt þegar karlmennirnir áttu að búa til keramikmót af typpinu á sér (auðvitað í fullri reisn annars væri þetta nú ekki mikið stolt). Þarna sátu 8 karlmenn og voru að leira eftirmynd af typpinu á sér.. Einn voða mikið að svindla og hafði tekið mynd af félaganum í símanum sínum svo hann gæti nú verið svolítið nákvæmur.. Þetta átti nú eftir að versna því haldiði að kerlingarnar hafi ekki átt að teikna mynd af pjöllunni á sér.. Þarna sátu þær með spegla og reyndu að ná öllum smáatriðum.. Ein daman hafði farið inn á klósett og tekið mynd af pjöllunni svo hún gæti nú gert þetta almennilega.. Svo í lok þáttarins kom stjórnandinn með eina pjöllumynd og átti karlinn (pjöllueigandinn) að reyna að þekkja sína pjöllu.. Hann var nú reyndar ekki lengi að því.. Svo sýndi hún líka eitt leirtyppi en engin kona kannaðist við það.. Þetta er svo langt úti að það er alveg ótrúlegt að fólk láti hafa sig út í svona vitleysu.. Ég meina þú hlýtur að geta farið auðveldari og minna kjánalegri leið til að læra eitthvað nýtt..

Þurfti bara að deila þessu með ykkur..
Hrabba

Comments:
Já nákvæmlega.. Skil ekki að graðfolagellan hafi ekki bara látið drauminn rætast og leikið í klámmynd..
 
YOU VE BEEN HIT BY THE

|^^^^^^^^^^^^|
|BEAUTIFUL truck | |""";.., ___.
|_..._...______===|= _|__|..., ] |
"(@ ) (@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?