miðvikudagur, apríl 19, 2006

Er ekki að ná mér niður..

Fékk þær hræðilegu fréttir í gær að það á að henda okkur út úr húsinu þann 1.júlí sem er eftir rúma 2 mánuði.. Skólastjórinn hérna í Íþróttaháskólanum var búin að lofa okkur munnlega á síðasta ári að við fengjum að halda þessu á samningstímanum.. Samkvæmt reglum mátti hann ekki gera skrifegan samning en við auðvitað treystum karlhel..... og nú ættu flestir að geta reiknað út hver það er sem er komin á dauðalista Hröbbunnar.. Viktor fór yfir til hans í dag og sá til þess að hann mun nánast drepast úr samviskubiti.. Maðurinn minn getur verið snillingur í kjaftinum og hann tók skólastjóraaulann og pakkaði honum.. Gat ekki svarað neinu né horft framan í hann.. Hann veit auðvitað upp á sig sökina og vonandi á hann eftir að blæða vel fyrir þetta.. Fyrir það fyrsta hefðum við aldrei flutt hingað í fyrra, þegar okkur var hent út úr hinu húsinu, ef við hefðum vitað að það væri möguleiki á því að okkur yrði hent út aftur.. Hans orð sáu nú til þess að við höfðum engar áhyggjur.. Viktor búinn að mála allt húsið, búið að innrétta prinsessuherbergið hennar Viktoríu, láta sauma gardínur í gluggana og auðvitað setja upp þjófavarnarkerfi.. Þetta er bara ömurlegt og það versta við þetta allt er að ég er að fara að koma heim eftir 2 vikur og kem ekki aftur til Danmerkur fyrr en 5 vikum seinna.. Það verður ekkert grín að standa í þessu veseni.. Og nú viljum við bara kaupa því ég meika ekki að láta henda mér út einu sinni enn..

En ekki það að í fyrra þegar okkur var hent út þá var það alfarið sök félagsins þannig að þetta er auðvitað bara þeirra mál.. Við munum ekki svo mikið sem klippa neglurnar fyrir næstu flutninga hvað þá lyfta fingri.. Þetta á örugglega eftir að verða heljarinnar vesen og það er eitthvað sem ég á erfitt með að tækla.. HATA VESEN.. Ekki fyrir mig..

Og ofan á allt saman þá held ég að foreldrar mínir séu búnir að afneita mér.. Þau vilja allavega ekki svara í símann þegar ég hringi.. Hvað er að gerast??? Fara bara til Kúbu og neita að tala við dóttur sína.. Er ekki einhver sem vill ættleiða mig????

Hætt að væla í bili og farinn að eyðileggja eitthvað hérna í húsinu.. Krota á veggina, rispa parketið, kasta steinum í gluggana og all það helsta..

Hrabba brjál

P.S Elskulegur tengdafaðir þú verður að afsaka orðalagið hér að neðan.. Stundum er bara voðalega erfitt að finna réttu orðin.. Og stundum er bara ekki nóg að telja upp á 10 og ekki einu sinni 1000..

Comments:
Við mamma erum strax farnar að slást um það hvor okkar má ættleiða ykkur!
Erum stórhneikslaðar á þessum karlbjána og ekki styrkist trú mín á dönum við þetta..hmmm...
Finnst óskaplega vænt um ykkur og sendi alla góða geisla til ykkar í DK
Matta
 
Takk elsku besta Matta mín.. Þú ert bestust.. Viltu vera svo væn að fara að koma til mín.. Ég er sko ekkert hrædd við neina geisla..
 
Elsku Hrabba mín...
Þið megið sko bara alveg flytja í kjallarann hjá mér....nóg pláss ;o)
Gerum bara prinsessuherbergi niðri handa Viktoríu ;o)

Gefið bara skít í þetta lið í Árósum og flytjið á Fjón...
Helvítis drulludelar
Hilsen Tinna
 
Ég er búin að skrifa hótunarbréf til fíflsins...hann hringir pottþétt í ykkur og tekur allt til baka eftir að hann les það. Mér finnst nú eðlilegast að ég fái að ættleiða ykkur enda við sem ein stór fjölskylda (allaveg heldur Lúkas að hann eigi tvo pabba).

knús til ykkar allra
Eibban
 
Takk elskurnar... Það væri sko ekki amalegt að búa hjá ykkur.. Það yrði nú mikið fjör, mikið spilað og mjög mikið borðað.. Vona að hótunarbréfið eigi eftir að skila sínu ;-)
Knús
Hrabba
 
Ég á íbúð til sölu ! Bara hérna heima. Farið nú að koma heim, þetta er orðið gott þarna erlendis. Hrabba þú getur opnað verslunina og allt klárt

Love Forstjórinn
 
Ojjj ... en ömurlegt. Þú átt alla mína samúð - fór að hugsa um umræððuna sem við áttum þegar þú lést sauma gardínurnar - djöfull skal skólinn kaupa þær af þér!!

Ég held barasta að þú verðir að hrynja alvarlega í það á morgun!!

Knús. Erla
 
Piff.... ég þekki mann sem þekkir menn. Thi hi fattaðir þú þennan? Við rífum upp gleðina annað kvöld... förum svo og köstum eggjum í húsið hjá skólastjóranum. Það ætti sko að kenna honum að standa við orð sín!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?