fimmtudagur, apríl 27, 2006

Svo gott sem húseigendur..

Já þá er þetta svo gott sem klárt.. Við búin að skrifa undir og seljendur líka og nú er það eina sem getur klikkað að við hættum við en við höfum 6 daga til þess að hætta við og þá mun það kosta okkur einhvern 150 þúsund kall.. En það á auðvitað ekki eftir að gerast..

Við munum svo flytja inn 1.sept þannig að það eru alveg rúmir 4 mánuðir í þetta.. Annars er nú tíminn fljótur að líða og við erum auðvitað með frábæran garð hérna þannig að ég get alveg beðið..

Viktoría fékk svo línuskauta í dag og þá bleikustu í bransanum.. Ekkert smá fyndið að sjá hana á þessu.. Hún er nú þó hugrakkari á þeim en á blessaða hjólinu..

Má ekkert vera að þessu.. Er að baka fullt af marengsum fyrir vinnuna á morgun..
Hrabba

Comments:
Innilega til hamingju með höllina !!!
Kveðja - Hlynur, Sif, Elfa Sif og auðvitað bumbi
 
til hamingju með nýja húsið
 
Til hamingju elskurnar mínar, þið eruð svo sannarlega fólk sem lætur hlutina gerast!!! Eru ekki örugglega herbergi fyrir báðar dætur ykkar? ;)
Hamingjukossar og knús
Matta
 
Til lukku elsku þið. Það verður nú að segjast að þetta er svolítið mikið fullorðins.... búin að kaupa einbýlishús í úthverfi í útlöndum og í heimreiðinni verður 7 manna fjölskyldubíllinn. Kökuilmurinn finnst langar leiðir úti á stétt og hvítur þvottur hangir á snúrum. Ég er sko algjörlega búin að ákveða hvað þið fáið í innflutningsgjöf frá mér.... það er líka nóg pláss fyrir fótanuddtækið í nýja stóra húsinu!
 
Til lukku með húsið... ;)
 
Innilega til hamingju með húsið. Hlakka til að sjá ykkur.

Kveðja Enika
 
Mér sýnist bráðum vera komin tími á Aupair.......
Kv Orri
 
Til hamingju með geggjaða húsið ykkar hlakka til að fá að kíkja á það :) knúsbegga
 
Takk fyrir elskurnar. Hlakka til að fá ykkur í heimsókn..
 
innilega til hamingju með húsið! svaka fínt hús. þetta er sko aldeilis fullorðins. vonandi sjáumst við eitthvað hér í fjárhúsum í sumar... kominn tími til finnst mér.
knús,
krissa
 
Til hamingju með húsið og velkomin í okkar lið!! ;o)
Hlökkum til að koma í heimsókn í höllina....alla vega meira en nóg pláss fyrir alla...við Daddi getum bara sofið í sitt hvoru herberginu ef okkur sýnist svo!! hehe
hilsen Tinna og co.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?