þriðjudagur, júní 20, 2006

Dýragarðsbörnin..

Er að lesa þessa mögnuðu bók og er komin með geðveika hugmynd.. Láta alla áttundu bekkinga lesa hana.. Er varla til betri forvarnir fyrir fíkniefni.. Eftir að vera búin að lesa þessa bók þá þarf að vera með undir 50 í greindarvísitölu til að koma einhvern tímann nálægt dópi.. Ekki það að ég skil bara engan vegin hvernig hægt er að byrja á þessum óþverra.. Þetta er rosaleg lesning og mæli ég eindreigið með að þeir sem ekki hafa lesið þessa bók kíki í hana..

Annars búin að vera í djúpum pælingum í dag:
-Hvernig getur sumum fundist betra að hafa kiwi-inn mjúkan?
-Hvernig getur sumum fundist betra að hafa bananann skemmdan?
-Hvernig getur fólk sem borðar ekki nammi verið hamingjusamt?

Og svo að lokum mínus dagsins eða rétt er að sagt vikunnar fær mbl.is fyrir að setja endalausar fótboltafréttir undir dálkinn AÐRAR ÍÞRÓTTIR. Fer ýkt í pirrurnar á mér því að fótboltadálkurinn er þarna líka og svo eru þetta varla fréttir fyrir mig og flesta aðra því maður er búin að sjá þetta allt live í sjónvarpinu.. Ekki það að mér finnst mjög fínt að hafa HM í fótbolta í imbanum.. Bara burtu með þetta úr dálknum mínum sem ég les mest..

Takk fyrir og bless
Hrabba klikk

Comments:
hey ...... ertu að segja að ég geti ekki verið hamingjusamur af því að ég borða ekki nammi...... hummm..... jæja ... shit happends
kv. Hjalti
 
Jú ég veit nefninlega að fólk getur þetta en skil bara ekki hvernig..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?