fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nýtt heimsmet og maður skotin hérna rétt hjá..

Já ágætu lesendur 6faldur heimsmeistari í pylsuáti bætti eigið heimsmet og át 53 pylsur í brauði með tómatsósu á 12 mínútum.. Hvernig er þetta hægt????? Maður gjörsamlega deyr eftir tvær pylsur og svo er þetta versti matur í heimi til að meltast.. Maður er bara í einhverja daga að melta svonu pylsukvikindi.. Spáið í þessum gaur hann er bara að melta þessu heimsmeti næstu mánuði.. Já ég held að það sé nokkuð ljóst að ég ætla ekki að reyna við þetta heimsmet..

Svo var bara allt crazy hérna í hverfinu í fyrradag.. Uppdópaður þjófur var skotinn af löggunni en því miður bara í magan og er bara orðin nokkuð hress í dag.. Það hefði nú bara hentað mér fínt að hafa einu fíflinu/þjófinum færra hérna í hverfinu.. En honum verður allavega stungið inn í bili.. Gaurinn sat bara í stolnum bíl með lappirnar út um gluggan og var að hlusta á tónlist þegar löggan fann hann.. Hann ætlaði svo að keyra lögguna niður sem var á mótorhjóli og neyddist löggan til að skjóta hann.. Hann fattaði reyndar ekki að hann hefði verið skotinn fyrr en nokkru seinna þegar hann fannst í einhverjum runnum eftir að hafa stungið af..

Annars hitinn bara rosalegur hérna.. Geðveikt á daginn en hrikalegt á næturnar.. Það er varla hægt að sofa í þessu móki.. En það gengur fínt í brúnkunni..

Svo á morgun er það bara Robbie sjálfur sem fær að hafa Hröbbuna sem áhorfanda.. Hann er víst rosa spenntur.. Svo á laugardaginn er ferðinni haldið til Svíþjóðar og loksins fær Viktoría að hitta Línu Langsokk í eigin persónu.. Spurning hvort Lína skelli í pönsur handa okkur..

En jæja farin í háttinn...
Hrabba

Comments:
Ohhh hvað ég væri til í að koma með á Robbie. En við erum nýkomin heim frá Tenerife eftir að hafa verið í 4 vikur takk fyrir. Við verðum því bara að koma með næst til Línu, þið skoðið þetta bara allt vel fyrir okkur svo við vitum hvað sé best að skoða og svona.

Góða skemmtun
Arna
 
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Góða ferð til Sverige að sjá Línu og GÓÐA SKEMMTUN Á ROBBIE öfunda ykkur ekkert smá, knús frá Silkeborg B&B
 
Hæ Hrebs
Þar sem þú þekkir flesta íslendinga helduru að þú vitir um einhvern sem langar til að koma og vera aupair hjá okkur hérna svitanum í 3-4 vikur í sumar??? vantar svo helviti mikið að hafa einhvern í undirbúningstímabiliinu til brúa tímann hjá okkur :( Eru ekki einhverjar vinkonur hennar Rebekku sem langar að sóla sig á daginn og passa á kvöldinn fyrir einhvern smá pening???
eibban ráðalausta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?