mánudagur, september 25, 2006

Kellan í banni..

Já ef einhver skilur Zidan þá er það ég.. Skil svo vel hvernig hægt er að missa sig alveg í hita leiksins.. Já var svo "KLÓK" að næla mér í eitt stykki beint rautt kort síðustu helgi og kostaði það mig tveggja leikja bann.. Var ekki með í gær og verð ekki með á miðvikudaginn á móti FCK.. Eins gott að mæta spræk inn á laugardaginn á móti Kolding sem er mjög mikilvægur leikur..

Svo er allt að verða vitlaust í pædagog geiranum hérna.. Allir komnir í verkfall þannig að allir leikskólar og skóladagvistun er lokað.. Það þýðir að Viktoría er bara frá 8-11.40 í skólanum og svo þarf að ná í hana.. Það var verið að skera enn meira niður í leikskólunum (sem er alveg út í hött) og það varð allt crazy.. Allir endalaust í einhverjum mótmælagöngum niður í bæ og hneggjandi fyrir framan ráðhúsið.. Það er bara vonandi að þetta fari að leysast og ég geti haldið áfram að framkalla með góðri samvisku þar sem þetta rugl bitnar allt á greyið Hönnu.. Væri í tómu rugli ef hún væri ekki hérna..

Fyrir utan að vera í leikbanni var helgin rosa fín.. Dagný og stórfjölla komu í heimsókn og gistu ásamt Hönnu og Valný (þær teljast nú varla til gesta lengur þessar elskur)... Stulli og Matthildur komu líka á laugardaginn og borðuðu með okkur og spiluðu.. Svo á sunnudaginn komu Rúnar og Þórunn frá Kolding og borðuðu með okkur.. Alltaf líf og fjör hjá Hröbbunni þegar hún fær gesti..

Búin að kaupa fótboltaborð þannig að nú verður farið að vinna í leikherberginu.. Komið píluspjald líka.. Það er hægt að keppa í ýmsu hérna.. Verst hvað ég er ógó léleg í þessu fótboltaspili.. En æfingin ætti að gera eitthvað gagn.. Þið verðið að koma fljótt í heimsókn ef þið ætlið að vinna mig..

Brjálæðingurinn kveður

Comments:
Þú ert svoooo mikið keppnis he he :)
 
Pant fá uppskriftina af deginu thinu.. Ó Lord.. pizzan var guddómleg.. og tala nú ekki um køkurnar.. jummýýýý

Uppáhaldid hjá okkur ad komast til Hrøbbu ad borda... og spille ;o)

Kv Mátthildur und Ztulli
 
Eins gott að ég segi strákunum mínum ekki frá þessu fótboltaborði, þá myndu þeir suða enn meira um að fá að koma í heimsókn, þeir spyrja nógu oft nú þegar.

Kveðja
Arna
 
Ég veit Júlía mín.. Stundum of mikið keppnis.. Væri fínt að ráða aðeins við skapið...

Matthildur mín auðvitað færðu uppskriftina.. Æðislegt að fá ykkur í mat.. Verðum að endurtaka þetta fljótt..

Arna mín ég ætla sko að sjá til þess að þeir frétti þetta svo þeir suði þangað til þú gefst upp og kemur til mín.. Og hvað með HM í fimleikum á ekkert að kíkja á það hérna í Árósunum???
 
Það er næstum því öll Gerpla að koma til Árósa þegar HM er, ég nenni þessu ekkert, mikið skemmtilegra að koma til ykkar þegar ég get einbeitt mér bara að ykkur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?