föstudagur, október 13, 2006

Hanna litla 20 ára í dag!

Til lukku með daginn elsku lilla syst! Big 20 mun það vera! Systa ætlar að halda veislu í tilefni dagsins á morgun í Arhús! Ansans læti sem það munu vera og að sjálfsögðu mun mín skella sér í teitið, kominn tími á smá tjútt í Den. Þá erum við að tala um eitthvað alvöru ala-íslenskt. Þeir segja að Valla pjalla muni vera á staðnum.... hvernig finnst ykkur það hljóma! Snillingar þessar vinkonur:)

Systrabardaginn endaði víst með tapi hjá þeirri litlu, nenni ekki að eyða orðum um þann leik. Spilaði sjálf lítið sem ekkert! Baunirnar eru aðeins að fara í taugarnar á mér þessa stundina. Allt eitthvað svo jákvætt og æðislegt þrátt fyrir öll þessi töp! Skrítið fólk sem ég á erfitt með að skilja!

Hef þetta stutt og laggott að þessu sinni.
Dagný

Comments:
Elsku Hanna Lóa til hamingju með daginn, vona að þið hafið djammað fyrir allan peninginn. Sendum risa kjass og knús til þín sæta skvís.
Bestu kveðjur frá okkur öllum
Minna og co
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?