miðvikudagur, janúar 24, 2007

Hrabba umbi...

Já ég er undir mikilli pressu að finna leikmenn sem vilja koma til Danmerkur að spila.. Er með tvo umba sem starfa saman og vantar leikmenn til að selja.. Þið sem eruð eitthvað að spá í að koma ykkur út að spila endilega skrifið mér mail (hrabbaosk@simnet.is) og ég get komið ykkur á framfæri.. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur á að vera að binda ykkur eitthvað, þið þurfið ekki að skrifa undir neitt og eruð því ekki bundin.. Engin spurning að gera þetta upp á að fá fleiri tilboð og ég get lofað ykkur því að þessir menn eru að fara að fá miklu betri samning fyrir ykkur en þið sjálf getið gert.. Ekki sniðugt að vera i þessu sjálfur og tala ég af reynslu..

Endilega skrifið mér
Hrabba umbi

Comments:
Sæl "umboðsmaður". Eins og þú veist þá þyki ég spila vel og hef unnið þaulvant fólk eins og að drekka vatn, nefni engin nöfn. Spurning hvað er um að ræða um þarna þegar þú talar um fólk til að spila, eru einhverjir möguleikar fyrir mig og mína líka.
P.s. Ég er tilbúinn til að létta mig ef með þarf.
Kveðja,
Tengdapabbi
 
Heldurðu að ég eigi ennþá sjéns... ekki nema c.a. 10 ár síðan ég hætti að mæta á æfingu...Er þetta ekki bara eins og að læra að hjóla?
Vantar ekki alltaf öfluga vinstrihandarskyttu með öflugar Sigga Sveins línusendingar.
 
Kæri tengdafaðir.. Þetta lítur nú vel út þegar ég er komin með þig á skrá.. Það verður eflaust um margt að velja og mæli ég með að þú farir að koma þér í form hið snarasta.. Sé þig fyrir mig á línunni.. Þar getur þú allavega nöldrað nóg um að þú fáir aldrei boltann..

Og Monika mín aldrei of seint að byrja og sérstaklega ekki þegar maður getur kastað með vinstri.. Við setjum línusendingarnar ofarlega á listann.. Sé þetta alveg ganga upp..
 
En ég á ég breik? Ég var alveg ágæt á sínum tíma. Arnór vill amk koma til þín, hann er alltaf að tala um að við verðum að drífa okkur til ykkar svo það væri best ef við myndum bara flytja til Danmerkur.

Kv.
Arna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?