miðvikudagur, mars 28, 2007

Handboltastjarnan..

"Mamma mamma ég byrja á bekknum.." Stoltust í heimi yfir því.. Hvaðan kemur það?


Með Telmu vinkonu sinni sem býr hérna í Trige..

Já ferillinn heldur betur byrjaður eða ekki.. Mín er sko ekki að nenna að æfa sig.. Þjálfarinn er alltaf að segja við hana að hún eigi að láta mömmu sína kenna sér að dripla, kasta og grípa og hún er sko alls ekki að nenna því.. Hún verður svona ein af þeim sem verður þarna út af félagsskapnum hahaha.. En svo sem aldrei að vita nema þetta komi einn daginn.. Annars verður hún bara klappstýra það er nú keppt í því hérna í Danmörku..
Aðeins tveir leikir eftir á tímabilinu en það eru leikir um að halda sæti okkar í efstu deild á móti Sönderjyske sem spilar í 1.deild.. Fyrri leikurinn verður á páskadag og seinni á laugardeginum á eftir..
Á morgun er skolefest í skólanum hennar Viktoríu.. Einhver rosa sýning og voða gaman.. Mikil tilhlökkun og loksins kemst ég með en það halda örugglega allir að Viktor sé einstæður pabbi.. Hann er alltaf með henni í öllu á meðan ég er að boltast..
Daggan svo bara á Íslandi og er hennar sárt saknað.. Það er alltaf bara partur af dagsprógramminu að hringja í hana.. Það verður hrikalegt þegar hún verður alfarin á klakann.. Held hún eigi eftir að iðrast mikið að flytja heim..
Imbinn kallar
Hrabba
sunnudagur, mars 18, 2007

Pabbi 50 ára.....

Ekki eins og það sé hár aldur miðað við að eiga dóttur sem verður þrítug á árinu.. Stóri dagurinn var 13.mars og var afmælisbarnið hérna hjá okkur í Danaveldi.. Gamla settið kom beint frá Tyrklandi þar sem þau voru búin að vera í 10 daga á geðveiku hóteli.. Fóru þau fyrst til Döggunar og komum við svo til Holstebro á afmælisdaginn og horfðum á Dagnýju keppa og fórum svo út að borða góðan mat.. Tókum svo settið með okkur til Århus og héldum "mini" afmæli á föstudaginn með 5 kílóa eðal kjötstykki og góðu meðlæti.. Þarf auðvitað ekki að taka fram að auðvitað voru kökur a la Hrabba í eftirrétt.. Vorum 13 manns og allir í gistingu, rosa stuð auðvitað.. Fórum í Gokart í gær og svo fór settið heim í dag.. Hanna og Valný fara svo heim á morgun þannig að það er heldur betur að fækka í kotinu..

Styttist í að handboltatímabilið endi.. Einn leikur eftir sem er á miðvikudaginn og svo tveir umspilsleikir 8 og 15.apríl sem eiga að vera auðveldir en þannig er það nú ekki alltaf..

Viktoría í essinu sínu í boltanum... Skoraði á æfingu um daginn (þegar amma og afi voru að horfa)og fagnaði svo mikið að það þurfti næstum því að stoppa æfinguna..

Farin að gera EKKI NEITT
Hrabba

miðvikudagur, mars 07, 2007

Hinn helmingurinn 30 ára..

Minn heittelskaði bara komin á fertugsaldurinn en lítur nú enn mjög vel.. Hann eldist vel þessi elska.. Dagurinn í gær bara hinn fínasti en frekar rólegur.. Matthildur og Stulli komu og svo voru auðvitað heimalingarnir okkar þessa dagana (Orri og Svala) líka.. Ekki amalegt að hafa Sveilina með sér í eldhúsinu.. Elduðum Jamie Oliver kjúlla með sítrónu, fersku tímían og parma skinku.. Ekkert smá gott... Og svo fékk Orri að ráða desertinum sem þýðir Bounty kaka.. Klikkaði á að baka hana síðast þegar hann var hérna og greyið var með tárin í augunum marga mánuði á eftir..

Á laugardaginn er svo heldur betur stór dagur í lífi fjölskyldunnar.. Viktoría að fara að keppa sinn fyrsta handboltaleik.. Þetta verður eitthvað rosalegt hún greyið litla getur minna en ekki neitt.. Reyndar nýbyrjuð en ég hafði svona vonað að hún hefði smá bolta í sér en NEI það er ekki að ganga eftir.. Hanna systir fór með hana á eina æfingu og gekk með hauspoka 3 daga á eftir.. Hún var ekki að trúa þessu.. En þetta kemur og trúið mér að ég er mjög hvetjandi og hrósa henni stöðugt fyrir minnstu afrek...

Læt þetta duga í bili
Hrabba

þriðjudagur, mars 06, 2007

Viktor Hólm 30 ára.....

Hann á afmæli í dag.....BIG 30! Til lukku með það strákur, aldrei litið betur út:)

Til gamans má geta að ég var að leita af mynd af Viktori á netinu og fann þá þetta.....

Upplýsingar úr afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands
Unnið úr gagnasafni Frjálsíþróttasambands Íslands Viktor Hólm Jónmundsson, HSB Sundlaugavegi 28 105 Reykjavík
Fæðingarár: 1977
100 metra hlaup12,87-2,9Landsmót UMFÍ Laugarvatn

Jebb strákurinn leynir á sér, efast um að margir hafi hlaupið 100 metrana undir 13 mín!Annars bara enn og aftur til lukku með daginn og hafið það gott. Á ekki von á öðru en að Hrabban hafi pínt sig í eina marens fyrir karlinn.

Með óskir að við munum mætast á tartaranum í sumar
Kveðja Dagný mása!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?