miðvikudagur, október 10, 2007

Erfitt að gera ekki neitt..


Já það er orðið áhyggjuefni þegar manni er farið að hlakka til að fara út í búð að versla í matinn.. Og svo enn glaðari þegar að Jóga frænka sendi mér sms hvort að ég væri heima á sunnudaginn því að hún ætti afmæli og nennti ekki að hanga á vistinni (hún er í íþróttaháskólanum hérna).. Þannig að ég varð auðvitað rosa kát að geta haft afmæliskaffi fyrir skvísuna því þá er komið eitthvað á dagskránna fyrir næstu 4 daga.. En annars er Daði bróðir og Abbý að koma á miðvikudaginn næsta þannig að þá verður eitthvað að gera í að hafa fyrir gestunum.. Við förum svo öll til Flensborgar á föstudaginn og verðum alla helgina..

Er sem sagt aðallega í því að sofa þessa dagana og lesa á meðan Viktoría er í skólanum.. Gengur voða vel í því eins og alltaf.. Er svo mikið að spá í að eiga bara fyrir tímann, þetta er að verða komið gott.. Örugglega álíka miklar líkur á því og að ég fengi tvíbura..

Vikkan er að gera gott mót þessa dagana.. Er auðvitað enn að blómstra í dansinum.. Kennarinn svo ánægð með hana og spurði mig meira að segja hvort að ég væri dansari.. Svo mikill taktur í skvísunni.. Þetta er nú eitthvað annað en handboltinn en hún fékk einmitt boltann í augað á síðustu æfingu, ekki alveg sátt með það..

Lofa svo að henda inn á bumbumynd á allra næstu dögum.. Er alltaf að reyna að fá Viktor til að taka mynd af mér en held að hann sé farinn að skammast sín fyrir Þ-ið.. Skil það ekki þar sem ég er nú en í 50 kílóunum.. SVO NETT...

En ég get nú ekki sagt að ég sé búin að hanga heima síðasta mánuðinn.. Fór til Köben langa helgi um daginn og svo til Flensborgar líka langa helgi fyrir rúmri viku og síðan á laugardaginn fór ég til hennar Tinnu minnar í Odense en hún var að halda upp á 28 ára afmælið sitt.. Hélt stelpu kokteilpartý þannig að ef ég væri ekki hvalur núna hefði ég pottþétt tekið út annað af tveimur skiptum á ári til að skvetta í mig.. Svo var líka fjólublátt þema og var afmælisdrottningin auðvitað lang flottust (og auðvitað þú Steffí mín).. Myndin efst átti að vera hér fyrir neðan...
Um helgina neyðist ég til að vera heima og passa fyrir Viktor sem er að fara að vinna, allavega á laugardeginum.. Á sunnudaginn fer Viktoría svo í handboltaskóla allan daginn.. Spurning um að senda hana með hlífðargleraugu?

Hætt að bulla og farin að elda...
Hrabban

Comments:
hvernig væri að fá fleiri myndir... og segðu lil´sys að koma með einhverjar myndir ;-)
Annars er bara bongó blíða enn í USA og alveg brjálað að gera á öllum stöðum.
Hlakka til að sjá erfingjan þegar hún kemur :-) Hilsen.. Stína
 
Takk f.síðast mín kæra! Þú varst líka ógó flott með bumbuna út um allt!! haha
Knús í kotið
Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?