fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Enn í fullu fjöri..

Já líður bara rosa vel ennþá og óþolinmæðin aðeins farin að segja til sín.. Því fyrr því betra ef ég ætla ekki að skjóta úr mér 20 marka krakka.. Ég hef trú á að þetta fari að koma..

Já Arnan að standa sig eftir smá diss frá Ernu másu.. Hún þurfti bara smá spark haha.. Hefði nú bara verið mest töff að gera þetta sjálf.. "Heyrðu ljósa ég þarf aðeins að skjóta inn einni bloggfærslu áður en ég byrja að rembast".. En það væri nú varla tími til að bíða eftir því miðað við hvað það liggur á að sparka mér þaðan út.. Já það er pressa á Örnunni að slá út fyrri bloggfæðingu haha eins og það sé nú hægt.. Og það besta við síðustu var auðvitað að Daggan vissi ekkert um þetta.. Spurði svo bara hvort ég væri eitthvað geðveik þegar hún komst að þessu.. En hún hlær nú að þessu í dag.. Já bara ef ég væri nú jafn athyglissjúk og Daggan hahaha..

Viktoría er hætt í skóladagvistuninni og verður bara heima með mömmu sinn restina af vetrinum.. Tók ekki þátt í þessu lengur að láta bæinn ræna mig fyrir að passa barnið mitt í nokkra klukkutíma á viku og gefa henni ekki einu sinni að borða.. Bærinn ætti nú frekar að borga mér fyrir að fá að hafa þennan snilling þarna hjá sér.. En það verður nú nóg að gera að mæta á allar íþróttaæfingarnar og vera mamma nr.2..

Já farin að lúlla og vonandi vakna ég bara með verki eins og síðast..
Hrebsin kveður

Comments:
Hæ var bara rétt að athuga hvort það væri eitthvað að ske......16 er flottur dagur
Sendi þér hríðastrauma hihi ;)
Kv Inga Jóna
 
Ég verð samt að taka upp svona fréttaritarasýstem bráðum. Kannski ekki ef ég verð óléttur (enda er það of seint fyrir þungan mann)heldur bara ef almenn skriftarleti nær á manni tökum; gott kerfi. Mæli með að gera eitthvað á sunnudagskvöldið. Við ætlum að gera kjötsúpu og þið fæðið gríslinginn. Kveðja af H15.
Sigfús, Bylgja og Rakel
 
Hæ kella mín bara að kíkja á fréttir, gott að þér líður vel og vonandi fer þetta bara að koma. Hlakka geggjað til að koma til þín og sjá litlu prinsessuna.
kossar á ykkur öll
maja
 
Jæja...nú fer spennan að magnast!
Erum alveg að fara á límingunum hérna á Pomosavej!! En litla prinsessan er bara eins og celebrity..lætur bíða hæfilega lengi eftir sér!! ;o)
Baráttukveðjur og skrilljón knús
Tinna og co.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?