mánudagur, desember 03, 2007

Loksins komnar fleiri myndir..

Já Hrabban að vakna til lífsins aftur.. Fórum í dag til læknisins í viku skoðun og var prinsessan alveg jafn þung og þegar hún fæddist sem er nú mjög gott.. Hún er algjör draumur og sefur eins og engill..

Við bíðum svo spennt eftir næstu helgi en þá förum við í afmæli á laugardeginum og svo í jólahlaðborð til Flensborgar á sunnudeginum.. Aldrei að vita nema maður leggi íþróttabuxurnar til hliðar þá.. Búin að vera eins og drusla til fara núna í viku...

Setti svo inn nýjar myndir á barnaland áðan.. Endilega kíkið við..

Farin í háttinn
Hrabba

Comments:
Vá - busy helgi hjá ykkur!! Við vorum að spá í að kíkja við og fá að máta litlu prinsessuna og stela hinn prinsessunni í næturgistingu ... en við bíðum bara aðeins með það ... Þið lofið að segja til þegar Viktoríu langar að koma Körufaðminn.

Hafið það gott elsku fjölskylda !
 
Innilega til hamingju með vísitölustadusinn kæra fjölskylda. Yndisleg stúlka og vá hvað stoltið skín úr augum stóru systur. Bara æði.

Knús Ingibjörg Grettis og co
 
Innilega til hamingju með prinsessuna, hún er æði!!

*knús*
Bjarney
 
hjartanlega til hamingju með litla frænda öll sömul.

en vonandi hafið þið að rosalega gott, manni er farið að lengja svolítið eftir Bloggi mín kæra.

jólakveðjur frá Mílanó
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?