föstudagur, janúar 11, 2008

Ég á 7 ára gamalt barn..

Já tíminn er heldur betur fljótur að líða, það styttist óðum í fermingu.. Eftir að hafa haldið fyrstu afmælisveisluna á Íslandi í 6 ár sem var 45 manna veisla þá var komið að öðrum í afmæli sem var haldið í dag fyrir stelpurnar í bekknum. Og viti menn mín fékk maskara, augnskugga og glimmergloss.. Ég sem var búin að segja við hana að maður byrjaði ekki að nota maskara fyrr en fyrsta lagi 13 ára.. Það er sem sagt búið, mín er núna stífmáluð fyrir allan peninginn..

Alltof langt síðan ég hef skrifað.. Ísland um jólin var æði, tvær heilar vikur og náðum við að hitta næstum alla.. Langt síðan ég hef fengið svona langt jólafrí..

Alexandra er alveg í essinu sínu.. Sefur eins og engill og þá sérstaklega á næturnar sem hentar mömmunni alveg ótrúlega vel.. Hins vegar er hún truflari dauðans þegar kemur að pabbanum.. Ef hann ætlar að leggja sig er alveg pottþétt að hún sé ekki að fara að sofa.

Svo er kellan farin að æfa.. Mætti á fyrstu æfinguna á mánudaginn, var eins og barn að bíða eftir að komast í tívolí ég hlakkaði svo til.. Hausin svolítið langt á undan fótunum en vonandi kemur þetta fljótt..

Kveð í bili og ætla nú að koma sterkari inn í blogginu
Hrabba

Comments:
Hehe... Þá veit ég hvað við getum gefið henni í afmælisgjöf næst ;) Ekkert Polly Pocket hér á bæ lengur Ahahaaha!!!!

kv. K
 
Vá hvað þetta líður hratt, er ekki að sætta mig það að það sé bara rúmt ár í þetta hjá minni, er ekki að kaupa þetta hehehe.
Allavegna gott að sjá nýtt blogg
kossar og knús á allt liðið

maja
 
Takk fyrir Ísól í gær. Hún stefnir í að vera eins og frænka sín, fékk augnskugga og græjur í afmælisgjöf í gær (reyndar ekki maskara og glimmergloss) og er búin að vera gera sig fína síðan. Verða góðar um páskana :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?