föstudagur, febrúar 22, 2008

Eigum við að ræða "vini" mína aðeins??

Já þá sem eru að kveikja í Danmörku þessa dagana.. Búið að slökkva yfir 700 elda á viku.. Hvað er málið með þetta fólk? Og svo kemur það í fréttunum og er að klaga yfir því hvað löggan tekur hart á þeim.. Eins og það þýði eitthvað að biðja þau pent um að hætta.. "Elsku "vinur Hröbbu" værir þú kannski til í að hætta að kveikja í bílum nágranna þinna"? Eins og það sé eitthvað annað í stöðunni en lemja þetta fólk.. Nú ættu frændur okkar Danir að nota tækifærið og henda sem flestum úr landi (allavega þeim sem hægt er að henda út)..

Verð nú samt að segja að ég er engan vegin að skilja þessa fjölmiðlakalla að birta myndirnar aftur.. Þeir eru auðvitað bara að leggja fullt af saklausum lífum í hættu.. Maður bíður bara eftir fyrstu bombunni hérna.. Þeir vilja bara sýna það að það er tjáningarfrelsi í landinu en það er ekki eins og þetta lið eigi einhvern tímann eftir að fatta eða skilja það.. Og hver nennir í stríð við þetta fólk?? Þetta eru alveg mögnuð viðbrögð hjá fólki að eyðileggja bara fyrir næsta manni (búið að kveikja endalaust í bílum hérna) og þeirra trú byggist á fyrirgefningu.. Og svo er fólk alltaf að reyna að segja við mig að það séu svartir sauðir allstaðar (sammála því) en við erum að tala um aragrúa af svörtum sauðum.. Rosalega eru fáir sem hafa skilið þennan blessaða Kóran rétt.. Eins gott að hætta áður en ég skrifa of mikið..

Annars er Hrabban bara nokkuð hress.. Sef nóg, er mjög mikið heima og fer á æfingar þess á milli. Viktor minn vinnur út í eitt, held að hann sé komin með leið á mér allavega hljóta vinnufélagarnir að halda það.. Þeir geta mjög sjaldan unnið auka því þeir þurfa að vera með kærustunum á meðan tveggja barna faðirinn tekur allt auka..

Vikkan á að keppa á morgun í handbolta. Við ætlum svo að kíkja á Eibbuna og gista þar..

Hrabban kveður

Comments:
Já menn eru mis skarpir og það á bæði við um blaðamennina og eldsbjánana. Sá einn sem hafði verið tekinn í einhverjum sveitabænum hérna og hann sagði að hann væri að kveikja í sólbaðstofunni útaf þessum myndbirtingum, en ég held að hann viti ekki einusinni hvað kóraninn er. Hann var svo mikil gufa og foráttu heimskur í þessu viðtali að ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.

En ég frétti að Hadsten og Habba hafi fengið nokkuð snúinn bikardrátt og að gömlu liðsfélugunum hlakki mikið til að sjá Höbbu rífa sig upp af gólfinu og smella einum í vinkilinn. Gaman að því er það ekki bara. Hilsen af Hel15
 
Sælar elskan!!
Er ekkert búin að vera að kíkja á síðuna:( þú varst eitthvað svo löt að skrifa, en svo þegar ég kíkti núna er bara fullt komið, meiri dúllan þetta barn þitt og svo ertu að sjálfsögðu komin í nr.21 en ekki hvað... bið að heilsa ykkur öllum.
Luv. Inga Friða
 
Verður að kíkja á þetta Hrabba, þátturinn sem ég var að tala um við þig í gær: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4398189/2

Svo var líka einhver umfjöllun um þetta hjá Simma og Jóa á bylgjunni á laugardaginn rétt fyrir kl. 12.

Dásamlegt!
 
Humm, spurning hvort maður þori að koma í heimsókn í sumar, verður maður ekki bara grýttur niður :s
Er annars bara að bíða eftir einhverju kraftaverki um að fá ódýrara flug en milljón og hálfa (eða þar um bil) en það blessast vonandi ;)
Verðum í bandi mín kæra

kv. Kiddý
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?