sunnudagur, mars 30, 2008

Komin tími á nokkrar línur..

Já heldur betur komin tími á kelluna að skrifa nokkrar línur..

Áttum frábæra páska með Ernu, Robba, Daníel Mána og Ísól Kötlu. Þau voru hérna hjá okkur í viku um páskana og að sjálfsögðu var mikið spilað mér og Ernu til mikillar gleði enda unnum við strákana illa í Partners.. Og svona til að kóróna sigurvímuna þá tókum við þá 9-2 í fótboltaspilinu.. Ég er enn að berjast við að ná mér niður á jörðina aftur..

Alexandra stækkar og stækkar og er alltaf sama draumabarnið og líkist alltaf mömmu sinni meira og meira (finnst mér allavega).. Brúnu augun eru allavega komin á sinn stað mér til mikillar gleði..

Viktoría vara að keppa um helgina.. Skoraði 3 mörk og fékk medalíu. Mjög sátt við sig skvísan.. Þetta gengur alltaf betur og betur nema þegar barnið fer í mark.. Guð minn góður þá sit ég með hendur fyrir augun.. Hún er skelfilegur markmaður.. Kannski að maður láti Begguna taka hana á nokkrar aukaæfingar í sumar haha..

Svo var tíminn að breytast í dag.. Komin sumartími þannig að við erum tvo tíma á undan.. Það þýðir oft að mamma og pabbi hringja þá fyrst eftir miðnættið..

Erum dottin í Forbrydelsen.. Þvílík snilldarsería.. Farin að horfa..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Takk fyrir síðast - og Hrabba; FIVE!!! Djöfull vorum við góðar! Erum að koma af stað parnersæði hér á Blö, spurning hvort þú vilt ekki tryggja þér umboðsmannaréttinn á spilinu áður en það verður farið að flytja það inn í gámavís ...
 
Að sjálfsögðu tek ég skvísuna í nokkrar aukaæfingar í sumar;) þetta byrjaði nú ekki vel fyrir mig í denn skipti sjálfri mér útaf því ég var svo stressuð, mjög eðlilegt haha:) ... hafið það rosa gott og knús á ykkur öll kveðja Begga
 
Loksins nokkrar línur hjá kellu, húrrrrra :)

Get nú ekki annað hlegið inní mér yfir þessu skemmtilega orði - parnersæði- sem hún mágkona þín kom inná hérna að ofan hehehe Þurfti að lesa það nokkrum sinnum yfir.... já svona er fimmaurahúmorinn hérna í Flens
Eibban
 
point taken Eibba! Las þetta greinilega ekki yfir áður en ég skaut þessu áfram (eða hef engan húmor..... :-D.
 
Já nú fer ég í þetta að flytja þetta heim.. Ef ég get selt 10 stk á Blönduósi þá ætti nú að vera auðvelt að losna við þetta..
Já hún Eivor mín er sko sniðug stelpa haha..
 
Og Begga mín þú veist ekki hvað þú ert búin að koma þér í hahaha..
 
Takk fyrir síðast! Það væri í lagi að tala um Keilumeistarann líka!! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?