þriðjudagur, júlí 22, 2008

Halló halló.. Vantar einhverjum að leigja HÚS?

Já kerlingin enn á lífi og aldeilis mikið búið að gerast síðan síðast.. Var svona eiginlega komin til Þýskalands en það breyttist snarlega og er ég á leiðinni til ÍSLANDS.. Veivei bara ánægð að vera búin að taka ákvörðun. Og ágætt að prufa að búa heima í smá tíma og sjá hvernig þetta er.

En þá er það mál málanna..

Ég þarf að leigja húsið mitt út og það væri auðvitað allra best að leigja það út til einhvers sem maður þekkir til.. Endilega ef þið vitið um einhvern sem er að fara að flytja til Árósa með fjölskyldu og þarf stórt hús með 4 svefnherbergjum þá bendið endilega á mig.. Ætla að leigja mublað þannig að það er nóg að koma bara með fötin sín.. Mjög mikill sendingarsparnaður þar.. E-mailið mitt er likað hér til hliðar á síðunni ef einhver vill spyrjast fyrir..

Nú skal ég fara að taka mig á í skrifunum, þetta gengur ekki..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Ég er þvílíkt ánægð að þú sért komin til mín! Aldrei að vita nema ég taki þá Viktoríu í fóstur og kenni henni handbolta svona í eitt skipti fyrir öll!! ;o)
 
Til hamingju með þetta kerla, verður gaman að mæta þér aftur á vellinum, þó ég hefði nú frekar viljað hafa þig með mér í liði.

Sjáumst sprækar bráðlega kerla.
 
Vííííííííííííííí


Matta
 
Maður segir: Vantar einhvern... ;o)
 
Við eigum alla vega eftir að sakna ykkar... en eins gott að þið komið til baka eftir ár..við erum ekkert tilbúin að sleppa ykkur alveg ;)
Knús frá Odense
Tinnsla, Daddilíus og Ögnin
 
þú verður að muna að segja leigjendanum frá því að það komi annað slagið kona(ég) og gisti í húsinu")
 
Hæ elsku bjútíbollurnar mínar. Takk enn og aftur svoooo mikið fyrir okkur. Það var náttúrlega bara æði að vera hjá ykkur í endalausri sælu og veðurblíðu svo ekki sé minnst á allan góða matinn líka. Og heimabökuðu pizzurnar, Viktor minn!! Eigum við að ræða það eitthvað ;) Þarf að senda þér myndina þar sem þú tekur snilldartaktana í pizzugerðinni. Eftir allt átið er sko stefnan tekin á mjó-mjó-mjó hehe...

Hlakka svo risa mikið til að hitta ykkur aftur þegar þið komið á klakann, fer að vinna í rúma-málum strax í fyrramálið svo þið hafið eitthvað til að sofa á ;)

Knús og kram
Kiddý og börnin

P.s. Ég gleymdi ekki að skrifa í gestabók heimilisins, góóóð ;)
 
En vantar ykkur ekki íbúð á klakanum?

Ég gæti vitað um eina - sem er reyndar bara til útleigu til 1. feb...
 
Spark-spark! Ertu alveg hætt að vera keppnis? Síðasta færsla er 22. júlí og þar áður 13. júní, ekki nokkur frammistaða.
En velkomnar til Íslands skvísur;-)
 
Til hamingju með daginn sæta

Kiddý og co.
 
Til hamingju með daginn í gær elsku Hrabban mín. Ég sendi þér sms í ÍS.nr og DK nr. þitt, veit ekki alveg hvar þú ert stödd núna.
Allavega sendi ég risaknús og hlakka til að fá ykkur heim :)

Matta
 
Fékkst mikla samúð frá DM á afmælisdaginn; greyið, þarf hún að vera raða í skápana á afmælinu sínu ...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?