sunnudagur, ágúst 31, 2008

Ég verð aldrei einstæð móðir..

Já einstæðar mæður eru hetjurnar mínar. Vá hvað ég dáist af þeim. Nú er ég búin að vera einstæð í tæpan mánuð og er gjörsamlega að bilast á þessu. Er búin að gera Viktori grein fyrir því að ef hann ætlar einhvern tímann að yfirgefa mig þá skal hann búa með mér þangað til ég finn mér annan. Það er auðvitað bara mjög sanngjarnt.

Allt komið á fullt hjá kellunni núna. Byrjuð að kenna 2.bekk í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Viktoría byrjuð í 3.bekk í sama skóla. Alexandra byrjuð hjá dagmömmu, flottustu dagmömmunni í bænum. Er þvílíkt ánægð með hana. Og svo er það auðvitað boltinn. Þetta verður líf og fjör þegar ég verð búin að endurheimta karlinn.

Einstæða móðirin kveður

Comments:
til hamingju með það - farðu ekki að grenja !!!

(Hefur þú ekki annars séð kynninguna fyrir næsta þátt af ríkinu - þetta er stolið þaðan).

Full samúð héðan, agalegt að hafa þessa kalla sína einhversstaðar í burtu ...
 
Skrattinn vorkenni þér hehehehehe djók. Monika sagði mér að þú værir að bilast á þessu einstæðinga lífi. Þú ert svo mikið krúttið mitt.
Hlakka til að hitta þig og knúsa og kjafta og kjafta og kjafta.
Þangað til.... gangi þér vel :)
Knús og kossar
Júlía
 
Jæja þú verður nú að gefa aðeins í í blogginu þó það sé ekki nema bara fyrir mig sem sakna þín svo mikið :(

Eibban
 
mér finnst æði að vera einstæð móðir, og ekkert mál.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?