mánudagur, júlí 26, 2004

Daggan mætt á bloggið...

Ég læt það flakka....kerlingin ætlar að standa áskorunina frá big syst og láta vaða.
Allt það fína að frétta frá þýskalandinu.....við frændsystkynin í Weibern erum að gera gott mót. Næstu helgi er Bundesligu-lið í fótbolta búið að skora á okkur í fótbolta og við á þær í handbolta og verður það örugglega skemmtileg útkoma, þar sem kerlingin er ekkert fræg fyrir sín tilþrif á grasvellinum en hún mun leggja sig alla fram. Svo eftir leikinn er leiðinni haldið norður þar sem við ætlum að sjá íslenska karla landsliðið í handbolta spila á móti Þýskalandi, þannig nóg að gera. Annars gerði kerlingin sér ferð til Berlínar að heimsækja tvíllan sinn yfir helgina og var þar meðal annars kíkt á "stjörnubar",sjóðheitt....Jæja annars er Jonny Magga mætt í heimsókn, keyrði með mér heim eftir æfingu...aðeins klukkutími og korter crrrraaaazzzzzyy! Við stöllur ætlum að dansa okkur í svefn með því að setja "Honey" í tækið. "Es ist mehr als nur tanzen"
Ég læt þetta gott heita í bili og sendi boltann á Dríbbu Skúl.

Comments:
Ég, sem fylgist með þessum vef á degi hverjum, átta mig ekki á því hver er að skrifa, giska þó á Dagnýju, þar sem undirskriftin er suladottir. Ég tel nauðsynlegt að þið systurnar fáið hvert sitt einkenni svo ekki fari milli mála hver sé hver, nóg er nú að þekkja ekki tvíbuarna í sundur í sjón, þó maður þurfi ekki að ruglast á þeim þegar þeir eru að blogga. Mér dettur t.d. í hug notendanofnin hrabbaskula, dagnyskula og drifaskula.....

JK
 
hmmm.... "Daggan mætt á svæðið" finnst mér nú bara ágætis vísbending um að Dagný sé að skrifa þetta!!

Vildi annars bara heilsa upp á ykkur, gaman að fá að fylgjast með,
kveðja frá sólinni á Klakanum - Eva Albrechtsen
 
Rétt hjá Evu að yfirskriftin "Daggan mætt á svæðið" ætti að gefa vísbendingu, þess vegna giskaði ég á Dagnýju. Mér fannst samt, og finnst enn, að undirskriftin eigi að vísa til þess sem skrifar í hvert sinn, hvaða nafn sem viðkomandi svo sem tekur sér. Þannig var það á bloggi Holstebrosystra, það var ýmist Skuladottir, Helga, eða hinar sem skrifuðu og voru merktar undir.

JK
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?