mánudagur, júlí 26, 2004
Fyrsta æfingin í dag. Kellan í volli..
Kellan að byrja vel.. Held svei mér þá að ég sé létt tognuð í báðum lærunum og er með blóð undir skinninu á stórutá (alveg ný meiðsl, bara asnalegt).. Ég náði nú samt að klára æfinguna en það verður gaman að sjá formið á mér á morgun og restina af vikunni.. En við hjónin erum svo heppinn að hafa hann Steina okkar hjá okkur því að hann er nefninlega afbragðs nuddari og í gær nuddaði hann Viktor sem er að farast í bakinu og svo mig í dag. Hélt samt að hann ætlaði að drepa mig, eins gott að þetta virki hjá honum miðað við allt sem ég lagði á mig.. Hefði eflaust farið betur út úr þessu ef ég hefði farið á öndunarnámskeið á sínum tíma..
Í þessum skrifuðu orðum er Viktor að krúnuraka Steina út í garði með lampa því það er auðvitað svartamyrkur hér.. Það á svo að fara út að kaupa ís í kvöld og síðan er búið að plana að snúa sólarhringnum aftur við í kvöld.. Ætlum að vera farin að sofa kl:01.00.
Kveð í bili
Hrabba
Í þessum skrifuðu orðum er Viktor að krúnuraka Steina út í garði með lampa því það er auðvitað svartamyrkur hér.. Það á svo að fara út að kaupa ís í kvöld og síðan er búið að plana að snúa sólarhringnum aftur við í kvöld.. Ætlum að vera farin að sofa kl:01.00.
Kveð í bili
Hrabba