fimmtudagur, júlí 22, 2004

Kerlingin í paradís..

Nú er aldeilis hamingja í Århus.  Kellan komst á trampólín í dag og Orri með...  Gaman að nú skuli einhver skilja trampólíndelluna í mér.  Það er nokkuð ljóst að Orri á eftir að fara á trampólínið aftur sem allra fyrst. Og ekki skemmir fyrir að trampólínið er nánast út í garði hjá mér en það liggur fimleikahöll hér í 5 mín göngufæri..
Annars var íslenskt pylsupartý í kvöld.  SS pylsur og myllu pylsubrauð á boðstólnum.  Harpa og Árni og Stulli og Matthildur heiðruðu okkur með nærveru sinni þannig að þetta var mjög huggulegt.  Aldeilis spennandi fyrir Stulla og Matthildi að komast í íslenskt pylsupartý þar sem þau komu nú bara fyrst í gær.  En ég lofa veglegara grilli næst.  Við keyptum okkur grill í dag þannig að það var nú bara verið að vígja það.  Nú verður aldeilis grillað, Viktor komin í svuntuna og klár.. 
Nú vonum við bara að það verði sól og blíða á morgun þannig að við getum gert eitthvað skemmtilegt og sólað okkur í leiðinni..
Svo var ég að tala við Dagnýju og hún lofar að koma tvíefld í skrif á morgun.
Hilsen
Habba

Comments:
Gott að heyra að lífið er að komast í fast form í Århus. Bara að prófa hvort "commentið" virkar ekki.
JK
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?