fimmtudagur, júlí 22, 2004

Óska eftir myndum af Hjalta og Orra....

Obb obb obb...

Allt í volli.  Búin að setja haug af myndum inn á myndasíðuna mína en það er nú bara búið að kosta tár og læti..   Var að komast að því að það er engin mynd af Orra og Hjalta og þeir eru auðvitað voða súrir.  Þannig að ef einhver á myndir af þeim úr brúðkaupinu þá er hann/hún vinsamlegast beðin um að senda mér mynd hið snarasta.. 
Annars er mikil gleði á heimilinu.  Búin að endurheimta barnið okkar og eitt barn að auki (Orra).  Fjörið heldur svo áfram þar sem Harpa og Árni eru væntanleg í dag.  Svo kemur Steininn minn til okkar á laugardaginn.  Ætla að vera mega dugleg að baka enda var Kitchen Aiden að koma í hús í morgun..  Líf og fjör í Århus...
Hilsen
Hrabba

Comments:
Til hamingju með síðuna og auðvitað líka brúðkaupið!

Kv. Eva Albrechtsen
 
Hjartanlega til hamingju með brúðkaupið!! Og auðvitað líka til hamingju með nýju síðuna, það verður gaman að fylgjast með ykkur.

Sólarkveðjur frá Íslandi,
Eva Albrechtsen
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?