mánudagur, júlí 26, 2004
Stulli vs. einhenti hornamaðurinn..
Ég verð nú að minnast á einhenta hornamanninn sem ég sagði nú einu sinni frá á gamla blogginu.. Við töluðum svo mikið um hann í gærkvöldi en Stulli og Matthildur kíktu í heimsókn. Við komumst svo að því að Stulli mætir honum í fyrsta leiknum sínum í deildinni þann 11.sept.. Okkur hlakkar mikið til að fara að horfa..
Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að fara þá er sem sagt einhentur maður (örvhentur) að spila með Silkeborg í efstu deild.. Og það hreint ótrúlegt að fylgjast með honum. Það vantar á hann höndina við úlnlið og það er eiginlega bara svona kúptur stubbur við úlnliðinn. Hann var meðal annars sýndur í sjónvarpinu þegar hann var að lyfta bekkpressu. Lagði bara stöngina á stubbinn og pumpaði 60 kíló án þess að nokkur maður stæði fyrir aftan hann.. Skil ekki af hverju stöngin rúllaði ekki af stubbnum. En andstæðingar hans segja að hann sé alveg gríðarlega harður varnarmaður og það er víst alveg hrikalega vont að vera laminn með stubbnum. Það verður gaman að fylgjast með Stulla kljást við einhenta handboltamanninn.. Spáið í að hann skuli ekki hafa valið fótbolta í staðinn...
Fyrir þá sem vita ekkert hvað ég er að fara þá er sem sagt einhentur maður (örvhentur) að spila með Silkeborg í efstu deild.. Og það hreint ótrúlegt að fylgjast með honum. Það vantar á hann höndina við úlnlið og það er eiginlega bara svona kúptur stubbur við úlnliðinn. Hann var meðal annars sýndur í sjónvarpinu þegar hann var að lyfta bekkpressu. Lagði bara stöngina á stubbinn og pumpaði 60 kíló án þess að nokkur maður stæði fyrir aftan hann.. Skil ekki af hverju stöngin rúllaði ekki af stubbnum. En andstæðingar hans segja að hann sé alveg gríðarlega harður varnarmaður og það er víst alveg hrikalega vont að vera laminn með stubbnum. Það verður gaman að fylgjast með Stulla kljást við einhenta handboltamanninn.. Spáið í að hann skuli ekki hafa valið fótbolta í staðinn...