sunnudagur, júlí 25, 2004
Trampólín í tæpa 3 tíma í dag.....

Steini kominn í hús.. Kom í gærkvöldi og það var auðvitað grillað. Borðuðum grillmat rétt fyrir miðnætti í gær, mjög eðlilegt.. Rosa gott samt.. Viktoría sá svo um ræs í morgun eða réttara sagt 11.40 því að það var búið að mæla sér mót út í fimleikahúsi. Við tókum tæpa 3 tíma á trampólíninu í dag og þvílíkar framfarir hjá Orra. Hann er farinn að gera afturábak heljar sem er nú mjög gott á þriðja degi.. Hann stefnir á OL í Peking 2008.. Það verður gaman að fylgjast með honum..
Viktoría er orðin rosa áhugasöm um fimleika og stefnir á því að byrja í fimleikum sem allra fyrst.. Þetta er auðvitað bara snilldar íþrótt..



