laugardagur, júlí 24, 2004
Vel heppnað grill í gær..
Grilluðum í gær, voða fínt.. Stulli og Matthildur komu aftur í grill og voru ofurkurteis, tóku með sér mat og bjór.. Held samt að það sé í síðasta skipti sem Stulli taki með sér bjór eftir að ég tók ræðuna á hann. Við eigum nefninlega 3 kassa af bjór og drekkum hann hvorugt þannig að einhver þarf nú að taka þetta á sig.. Held að Stulli sé tilbúinn núna í að taka smá ábyrgð og hjálpa til við þetta. Harpa og Árni voru svo auðvitað líka í grilli og það var auðvitað bara snilld, Árni að gera mjög góða hluti í eldhúsinu og Harpa kom svo gríðarlega sterk inn í uppvaskinu með Viktori. Svo verð ég nú að taka fram að nýja stellið var vígt í gær og vakti mikla lukku. Steini kemur svo í kvöld og þá verður auðvitað aftur grillað..