laugardagur, júlí 24, 2004

Viktor græddi eitt gramm af ís á McDonalds...



já það er bara allt að gerast í Århus.. Kíktum aðeins við á McDonalds í dag og keyptum okkur ís. Ég auðvitað sett í röðina eins og alltaf en svo þegar ég kom með ísinn til Viktors þá var ekki hressilegt upplitið á honum því að það var svo lítill ís í Flurryinum hans. Viktor sem er alls ekki týpan sem kvartar mikið varð nú heldur betur ofboðið þar sem ís er það allra besta sem hann fær.. Hann strunsaði niður og ætlaði nú heldur betur að fá meira í boxið sitt en haldiði að gæjinn hafi ekki bara sótt vigtina og vigtað ísinn fyrir hann og viti menn: eitt gramm of mikið..... Þannig að hann fékk enga fyllingu og mátti bara vera sáttur við að halda gramminu. En það jákvæða var að hann kom skellihlægjandi upp aftur. Og svo að þið lendið ekki í því sama þá er ágætt að vita að boxið á bara að vera hálft.. Hvað er það???

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?