miðvikudagur, júlí 28, 2004

Óvæntir gestir..


Já kellunni var heldur betur brugðið eftir æfingu í gær.. Allt í einu stóðu Sóley og Þórmundur bara í hurðinni eftir æfingu í gær.. Sóley vissi ekki að ég væri komin en hafði frétt það og ákvað bara að líta við.. Þau gistu síðan í nótt og fóru svo í morgun með ferju til Sjálands.. Þau fara síðan heim til Íslands á föstudaginn. Það var æðislegt að fá þau í heimsókn og Viktoría að rifna úr kæti að fá að leika við Sigurveigu. Það var auðvitað skellt á grillið en eins og oft áður var borðað mjög seint.. Ég þurfti nefninlega að fara á fund með nýju vinnufélögunum sem gekk bara mjög vel.. Þetta á eftir að verða mjög skrautlegur vetur, ég á allavega eftir að leika mér nóg með krökkunum í Fritidscenter (9-13 ára)..
Í kvöld spiluðum við svo fyrsta æfingaleikinn okkar á móti Randers og töpuðum naumt held 29-25, þær skoruðu allavega 3 síðustu.. Við förum svo til Noregs í fyrramálið og komum ekki aftur fyrr en á þriðjudaginn þannig að ég verð að treysta á að Dagný skrifi nokkrar línur á meðan. Við munum spila 3 æfingaleiki við norsk lið, líf og fjör...
Rebekka systir og Kristín vinkona hennar komu í kvöld og munu gista allavega í nótt. Þær fara svo til Holstebro og byrja skólaárið í grilli og huggulegheitum..
Jæja verð að hætta og sinna litlu systur.. Mæti hress til leiks á bloggið á þriðjudaginn...
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?