þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Danir og silfurbrúðkaup..

Það er alveg magnað hvað Danir gera mikið úr silfurbrúðkaupi eða kannski gerum við íslendingar bara of lítið úr því.. Foreldrar einnar í liðinu mínu áttu silfurbrúðkaupsafmæli á miðvikudaginn síðasta og við erum að tala um að stelpan (leiðinlega stelpan) tók sér frí á þremur æfingum + að hún mætti ekki í afmælið mitt (9.ágúst, 10 dögum áður) því hún var að undirbúa e-ð.. Hún tók sér auðvitað frí á miðvikudeginum, stóra deginum, en svo kom í ljós að það átti ekki að halda upp á þetta fyrr en á laugardeginum... Hvað er að...... Þetta er Daninn í hnotskurn.

Ég hef nú ekki sagt mikið frá henni Viktoríu minni en hún er auðvitað bara alltaf jafn æðisleg.. Er roslega ánægð í leikskólanum og nýjasta æðið hennar er Bjöggadiskurinn; Ég er að tala um þig (hreinasta snilld) en hún kann fullt af lögunum og syngur hástöfum með.. Hún er nú líka mikill húmoristi og Sveppi er í miklu uppáhaldi hjá henni þessa dagana.. Er alltaf að horfa á 70 mín. Finnst alveg magnað þegar hann mígur í sig.. Já hún er sniðug hjá mér dóttirin...

Og svo til þeirra sem þekkja Heidi Brander þá mun hún spila með Silkeborg og fyrsti leikurinn hennar verður á móti Kristínu og félögum í Stjörnunni á Hummel Cup í Ålaborg.

Jæja nóg í bili frá mér.. Sendi boltann á Dagnýju. Komin tími á að hún fari að skrifa eitthvað.. Drífa er löglega afsökuð í Póllandi að keppa á æfingamóti.. Hún kemur væntanlega fersk inn eftir helgi..

Kveðja
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?