sunnudagur, ágúst 29, 2004

Dáinn í fótunum og með geitungabit...

Kerlingin er alveg í þreyttari kantinum í dag.. Fimm leikir á þremur dögum. Við spiluðum ekki vel tvo fyrstu dagana og töpuðum þremur leikjum, öllum mjög naumlega. Vorum svo mun sprækari í dag og unnum tvo.. Fékk að spila mjög mikið, næstum því of mikið fyrir fæturna. Gekk mjög vel í dag var með 4 og 5 mörk og slatta af stoðsendingum.. Þetta er allt að koma..
En það toppaði svo helgina að ég var bitinn af geitung í dag.. Helv... dýrið komst inn undir ermina á peysunni minni og gerði sér lítið fyrir og beit mig.. Ótrúlegt hvað maður finnur mikið fyrir þessu en ég get allavega fagnað því að vera ekki með ofnæmi fyrir þessu drasli.. Bólgnaði reyndar mikið upp en bólgan hjaðnaði fljótlega aftur.. Það hefði nú líka verið vandræðalegt ef köggullinn hefði ekki þolað eitt geitungabit...
En ég má ekki vera að því að skrifa meira er að fá fullt af gestum. Kristín, Hekla, Rakel og Lísa eru að koma til mín og gista í nótt.. Alltaf líf og fjör hjá mér.. Ég er að rústa gestakeppninni systur....
Kveð að sinni
Hrabba

Comments:
Hérna Hrabba, ég er nokkuð viss um að geitungar bíta ekki. Þeir stinga;o) En þetta var ansi illa gert af honum, helv... gerpið..!

P.s ég er ekkert smá ánægð með ykkur systur, ótrúlega duglegar að blogga. Keep up the good work, ykkar uppáhalds Bjarney :oD
 
Já það er víst rétt.. Ég var sem sagt stunginn... Spáið í því..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?