mánudagur, ágúst 02, 2004
Ekkert brauð né kjöt að fá í bænum....
Hér er heldur betur búið að vera bongó blíða, allt að 30 stiga hiti og maður sefur varla á næturnar fyrir hita....usssss! Kellan fór snemma á fætur í morgun eða þar að segja kl.9.30 þá var karlinn farinn í sjúkraþjálfun svo mín ætlaði að gerast þessi "súper þýska-húsmóðir" í einn dag. Leiðinni var haldið til bakarans í bænum, kellan ætlaði að kaupa eitthvað í morgun sárið en nei nei viti menn, bakarinn í sumarfríi. Svo ekkert brauð að fá þessa vikuna svo mín ákvað að fara til kjötmannsins, vildi kaupa eitthvað gott á grillið þar sem við Gunnar ætluðum að grilla í hádeginu en nei nei viti menn.....kjötmaðurinn er líka í fríi til 22.ágúst. Hvað er það! Svo lítið varð úr draumi mínum að gerast "súper þýsk-húsmóðir" í einn dag. Svo ég hef bara ákveðið að halda minni línu....vera sem sagt ekkert að húsmæðrast þetta!
Dagný Skúla
Dagný Skúla
Comments:
<< Home
get ekki skrifad i gestabokina og er alveg midur min thvi eg var buin ad skrifa svo fint :( Bjalladu i mig ef thu ert ekki med gamla numerid annars hringi eg a.s.a.p
Skrifa ummæli
<< Home