mánudagur, ágúst 02, 2004

Ekkert brauð né kjöt að fá í bænum....

Hér er heldur betur búið að vera bongó blíða, allt að 30 stiga hiti og maður sefur varla á næturnar fyrir hita....usssss! Kellan fór snemma á fætur í morgun eða þar að segja kl.9.30 þá var karlinn farinn í sjúkraþjálfun svo mín ætlaði að gerast þessi "súper þýska-húsmóðir" í einn dag. Leiðinni var haldið til bakarans í bænum, kellan ætlaði að kaupa eitthvað í morgun sárið en nei nei viti menn, bakarinn í sumarfríi. Svo ekkert brauð að fá þessa vikuna svo mín ákvað að fara til kjötmannsins, vildi kaupa eitthvað gott á grillið þar sem við Gunnar ætluðum að grilla í hádeginu en nei nei viti menn.....kjötmaðurinn er líka í fríi til 22.ágúst. Hvað er það! Svo lítið varð úr draumi mínum að gerast "súper þýsk-húsmóðir" í einn dag. Svo ég hef bara ákveðið að halda minni línu....vera sem sagt ekkert að húsmæðrast þetta!
Dagný Skúla

Comments:
get ekki skrifad i gestabokina og er alveg midur min thvi eg var buin ad skrifa svo fint :( Bjalladu i mig ef thu ert ekki med gamla numerid annars hringi eg a.s.a.p
 
thessi skilabod min attu ad fara til hröbbu....ekki alveg ad tekka hver er ad skrifa hverju sinni.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?