sunnudagur, ágúst 01, 2004

Fússarinn eða Gólfið....maður spyr sig!

Þá er Daggan búin að endurheimta Gunnar sinn aftur. Hann var heldur betur ánægður með heimkomuna, því það beið hans þessi fína afmælisgjöf, karlinn var nefnilega 28 ára þann 27.Júlí. Annars er helgin bara búin að vera fín. Spilaði þennan fótboltaleik á laugardaginn, óhætt að segja að ég og Jóna Margrét höfum komist bara vel frá þessari vitleysu, áttum sitt hvort skotið á markið, inn vildi boltinn reyndar ekki en fólkið talaði um góða takta hjá okkur stöllum...að okkur heyrðist!
Svo fór kerlingin í gólf með Gunnari Berg og honum Faxa (dani í liðinu hans Gunnars) þar var kellan ekki að gera nógu gott mót, mér finnst eins og ég hafi tapað sveiflunni, ég bölvaði Binna gólfkennara mínum í sand og ösku fram að 8 holu en þá komst ég að því að ég var ekki með neinn svona gólfhanska eins og strákarnir....er það furða að maður nái sér ekki á strik!
Annars er bara mest lítið að frétta af stelpunni, lítið um heimsóknir...eitthvað annað en hjá Hröbbu. Auglýsi hér með eftir gestum, alltaf gott að kíkja í sveitina!
Liebe Grusse Dagga Skúla.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?