laugardagur, ágúst 07, 2004

Grill og fínerí

Jæja kellan á von á heimsókn loksins í kvöld. Mín ákvað að bjóða Jónu Margréti, Viðari, Elfu, Einari og Alla í grill.......nú er pressa á kellunni! Mín er reyndar búin að hringja í big syst og fá nokkra góða punkta hjá henni þannig að þetta ætti ekki að geta klikkað. Hér er annars sól og blíða, yfir 30 stig og enginn til í að koma í sund með mér, Gunnar er að fara að spila æfingaleik í kvöld svo það er ekki æskilegt að hann liggi í sólinni í dag.
Annars fór kellan í gymið í fyrradag og minni varð heldur betur blöskrað. Kellan ætlaði að skella sér í gufu eftir erfiðin og var Gunnar meiri en til í að koma með mér.....ég fattaði reyndar ekki alveg útaf hverju hann var svona æstur í að fá mig með sér í gufu en svo komst ég heldur betur að því.....Jú jú þjóðverjinn er bara á Adam og Evu klæðunum í gufu, ég hélt ég myndi fá taugaáfall, Gunnari var ekki lítið skemmt að sjá á mér svipinn, ég hljóp tístandi inn í kvenna klefann aftur og það mátti þakka fyrir að ég hafi ekki pissað á gólfið. En ég náði allavega að sjá einn á sprellanum, hann lá bara á bakinu eins og ekkert væri sjálfsagðra. Jesús minn!
Þangað til næst Dagný.

Comments:
Hahaha, ég hefði viljað sjá svipinn á þér!!! ;o)
Gangi þér vel með matarboðið, Daggann var ekki að brillera í kokkanáminu fyrir ekki neitt! ;o)
Kv.Bjarney
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?