föstudagur, ágúst 27, 2004

Hvað er að gerast?????

Vá hvað það er að fara í taugarnar á mér að þetta eru tómir dópistar á þessum Ólympíuleikum. Það er varla til sá frjálsíþróttamaður sem ekki hefur verið með sterasprautu í rassgatinu. Þetta snýst bara all um að ná að hreinsa sig á réttum tíma.. En það eru allir búnir að vera gúffa í sig dópi.. Og hvað með grísku hlaupakonuna í 400 m grind, einmitt að það sé hægt að bæta sig úr 56,40 sek niður í 52,77 á innan við ári... Maður á bara sjálfur séns ef maður er tilbúin til að girða niður um sig og byrja að sprauta.. Og hvað með Bandaríkjamenn.. Vissuð þið að allar þessar hetjudeildir þeirra, NBA, NFL og NHL eru ekki lyfjatestaðar... Af hverju ætli það sé.. Jú jú allir að dópa og afsökunin jú þeir spila svo marga leiki að það er ekki hægt að höndla álagið.. Eins og það sé ekki til önnur leið en að sprauta sig eða gleypa eitthvað.... Hvað með að breyta bara aðeins skipulaginu.. Pirr pirr... Nóg um dóp...

Krissa kom til okkar í heimsókn í gær.. Frábært að fá hana, vorum að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur og auðvitað að slúðra.. Svo kemur hún Matta mín á mánudaginn en hún er að flytja hingað til Århus.. Hlakka mikið til að fá hana..

Á eftir fer ég svo til Ålaborgar á Növling Cup. Eigum að spila við Nordstrand í kvöld og svo eigum við að spila kl. 9 í fyrramálið (eitthvað fyrir mig).. Kem heim aftur á sunnudaginn.. Maja Grönbæk fingurbrotnaði í vikunni þannig að ég kem til með að spila helling. Eins gott að geta eitthvað..

Kveð í bili.. Góða helgi..
Hrabba

Comments:
já hrabba mín, núna veistu afhverju ég er svona svaðalega mössuð;) hafdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?