miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Ich bin da!
Sorry aðdáendur bloggsins.... kellan er búin að vera eitthvað löt upp á síðkastið. Við spiluðum um síðustu helgi og gekk það ekki nógu vel. 2 töp, einn sigur og eitt jafntefli á móti ekkert spes liðum en svona er boltinn. En vonandi liggur þetta upp á við annað er ekki hægt! Alli þjálfi ákvað að gefa okkur 2 daga frí og hef ég bara leigið í leti og horft á Ólympíuleikana, horfði á leik Þýskalands á móti Spánverjum í gær, hörkuleikur endaði í vítakeppni og fór svo að Þjóðverjarnir unnu, eins gott fyrir þá þar sem það er mikil pressa frá Þýsku þjóðinni að þeir taki gullið.
Annars er voða lítið að frétta úr sveitinni, kellan er farin að sakna svolítið litlu frænku sinnar í Danaveldinum og því bíður maður bara eftir næstu frí helgi.....maður verður að fá að heyra í smellunum hans Bjögga frá músinni. Barnið er verðandi stjarna enda með sönghæfileikana frá móður sinni.....ekki spurning!
Kveð að sinni. Dagga lagga!
Annars er voða lítið að frétta úr sveitinni, kellan er farin að sakna svolítið litlu frænku sinnar í Danaveldinum og því bíður maður bara eftir næstu frí helgi.....maður verður að fá að heyra í smellunum hans Bjögga frá músinni. Barnið er verðandi stjarna enda með sönghæfileikana frá móður sinni.....ekki spurning!
Kveð að sinni. Dagga lagga!