mánudagur, ágúst 30, 2004

Jonny að gera góða hluti í Þýskalandinu..

Jæja nú er síðasta æfingarhelgin að baki og gekk hún bara svona la la. Reyndar illa á laugardeginum en við unnum leikina á sunnudeginum. Vonandi að þetta smelli allt hjá okkur næstu helgi, en hæðin virðist eitthvað hrjá okkur, þar sem allar eru hausinum stærri en við...... spurning um að sækja um skó-samning hjá Buffalo og spila í þeim! Kæmu örugglega betur út en Consport skórnir sem við fengum..... Consport, hvað er það!
Það var annars voða fínt í þessari æfingarferð, morallinn er svo mikill klassi í liðinu að það nær engri átt og er hún Jóna Margrét þar fremst í flokki..... hún er snillingur! Hún er farin að bæta við inn íslenskum siðum inn í hópinn....eitthvað sem mér datt ekki til hugar að gera í fyrra. Ropar og rekur við í allar áttir! askotans vitleysa....en mín hefur lúmst gaman af þessari vitleysu, eitthvað sem á við mína!..... þetta er eitthvað annað en hjá Dríbbunni, hvað er málið með respect fyrir eldri, hef aldrei skilið þá vitleysu en svona er munurinn á austrinu og vestrinu í Þýskalandi.
Jæja ég ætla að reyna að nýta frídaginn minn eitthvað.......byrjaði vel, svaf til hálf eitt....
Kveða að sinni Daggan.





Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?