þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Komin heim...
Jæja þá er Noregsferðin búin. Ágætisferð þar sem mikið var æft gaman að kynnast selpunum í liðinu. Mér líst bara mjög vel á hópinn. Þetta eru alveg frábærar stelpur nema ein sem er bara leiðinleg. Ótrúlegt að það sé til fólk sem er tilbúið til að eyða sinni stuttu ævi í að vera óhamingjusamt. Það er nánast ómögulegt að fá þennan vitleysing til að brosa og nóg reyndi ég að fá hana til að brosa. Svo er nú ekki nóg með það að greyið stelpan er svo bara ekkert góð í handbolta (spilar með B-liðinu en æfir með okkur) en er bara engan vegin að fatta það sjálf. Og ekki er það til að bæta skapið.. Það er eins gott að halda sig frá henni svo maður tapi ekki gleðinni.. En það þarf víst bara að sætta sig við að það er alltaf svartur sauður í svona stórum hóp, og hann er sko fundinn..
Drífa hringdi svo í gær og var mikið að spá í að reyna að skreppa í heimsókn um helgina.. Það yrði auðvitað bara snilld. Er að vinna í þessu...
Skrifa kannski meira í kvöld verð að sinna húsmæðrahlutverkinu..
Hrabba
Drífa hringdi svo í gær og var mikið að spá í að reyna að skreppa í heimsókn um helgina.. Það yrði auðvitað bara snilld. Er að vinna í þessu...
Skrifa kannski meira í kvöld verð að sinna húsmæðrahlutverkinu..
Hrabba