föstudagur, ágúst 13, 2004

Komnir gestir.. Jíbbí..

Erna systir Viktors kom í dag með fjölskylduna sína. Ætlunin er að fara til norður-jótlands í sumó, rosaflottann. Við komum svo aftur til Århus á mánudaginn. Þau fara síðan heim á miðvikudaginn þannig að það verður líf og fjör næstu daga.. Viktoría rosalega sátt að vera búin að fá frænda til Danmerkur.. Við grilluðum auðvitað í kvöld og ég skellti í eina súkkulaðiköku að hætti Kristínar.. Bomba dauðans, með hvítu kremi.. Ég á nú eftir að skella nokkrum sinnum í form á meðan þau eru hérna..
Svo fyrir Holstebrosystur mínar: þá kemur Heidi ekki. Búið að segja við hana að það komi örugglega einhver önnur. Veit ekki hver það er.. Hún var voða súr yfir þessu greyið. Var nánast flutt.. Gleymdi nú samt að segja ykkur að mamma hennar og pabbi komu auðvitað með henni á þessar þrjár æfingar sem hún kom á, og haldiði að hún hafi ekki farið með þeim í sumarfrí til Tyrklands.... aftur.. Þetta er auðvitað ekki hægt, 29 ára og ekki enn búið að klippa á naflastrenginn.. Spáið í því að vera bara alltaf ein með mömmu og pabba..
En jæja best að fara að gúffa köku og sinna gestunum.. Læt heyra frá mér eftir helgi..
Hrabba

Comments:
heyrðu kella, hvernig væri nú að senda mér uppskriftina af þessarri köku (sem ég át svo eftirminnilega yfir mig af) á maili?? ha ég hef nú ekkert betra að gera á meðan ég bíð, annað en að þrífa og baka kökur!

hafdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?