sunnudagur, ágúst 22, 2004

Stanslaust fjör í Århus..

Já félagsveran mikla er að gera góða hluti.. Davíð, Diljá og Galdur Máni voru hjá okkur alla helgina, æðislegt að fá þau.. Svo kom Keli frændi Viktors í kaffi í dag með sína fjölskyldu og ég skellti auðvitað í eina marengs sem tókst líka svona vel að kakan var étin upp til agna.. Við kíktum svo aðeins í gamla bæinn með Davíð og Diljá eftir kaffið og var það rosa huggulegt. Fórum á rúntinn í hestakerru, Viktoría auðvitað rosa sátt.. Davíð og Diljá keyrðu svo heim eftir rúntinn í gamla bænum og ákváðum við að rúnta aðeins um bæinn. Við gátum svo ekki hugsað okkur að vera bara allt í einu ein í kotinu þannig að við hringdum í Stulla og Matthildi og buðum þeim í mat með handboltaleiknum. Frekar svekkjandi að strákarnir hafi ekki komist áfram en ennþá meira svekkjandi að Óli ætli að hætta með landsliðinu í bili... Maður er bara með tárin í augunum..
Áður en ég kveð verð ég að segja ykkur sem skilja dönsku (sérstaklega Steini og Stebbi mega ekki missa af þessu) að tékka á þessari síðu og skoða aðal hittið í DK í dag.. Getið byrjað á að velja Musikvideo; Blind date og Voksen baby (snilldar lög)... Þessir gæjar eru að tröllríða landanum..
http://www.dr.dk/skum/angora/video.asp

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?