laugardagur, ágúst 07, 2004

Varð bocciameistari í dag...


Já það var haldið stórmót í Boccia út í garði í dag.. Fengum rosa káta gesti sem voru Tinna og Daddi með hana Emelíu litlu (algjört æði) og Guðbjörg Guðmanns og Óskar.. Héldum pylsupartý út í garði í geðveiku veðri og svo var stórmótið sett í gang.. Stelpur á móti strákum, rosa spennandi. Þetta endaði í úrslitarimmu sem var upp í 10 og eftir að hafa lent 9-7 undir tókum við stelpurnar okkur til og unnum 3 síðustu.. Þvílík fagnaðarlæti, er viss um að Guðbjörg hafi ekki einu sinni fagnað íslandsmeistaratitlinum svona rosalega.. Strákagreyin nánast með tárin í augunum enda ekkert skrítið miðað við alvarleikann í mótinu..
Annars er dagurinn búinn að vera strembinn, tvær æfingar í þessum rosalega hita.. Sumar eru að skipta um bol á miðri æfingu. Þetta er líka bara stór hættulegt þar sem svitinn perlast af manni og gólfin eru eins og skautasvell.. Fljúgum ósjaldan á hausinn. Við keppum síðan tvo æfingaleiki á morgun.
Vinnan mín er svo auðvitað bara hrein snilld. Var í vatnsstríði á föstudaginn og þetta fæ ég borgað fyrir..
Verð svo að hrósa systrum mínum fyrir skemmtileg skrif.. Þær eru bara allar í tillunum þessa dagana.. Ég verð nú samt að segja frá því að ég er nú að æfa með einni sem líður rosalega vel að vera nakin. Hún liggur víst alltaf á nektarströndinni og hún má nú ekki sjá sól þá rífur hún sig úr.. Eftir æfingu þá er hún komin á brjóstin áður en ég er farin að teygja.. Hvað er málið??
Jæja nóg af nekt. Er komin of mikið inn á Drífu svið..
Kveð í bili
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?