mánudagur, ágúst 16, 2004

Verð að birta þessa frétt þar sem ég er svo mikill hundavinur...

Sex ára gömul stúlka var bitinn illa af hundi frænda síns í gær en hundurinn er af tegundinni staffordshire sem er skildur pitt bull terrier. Stúlkan var að leika við hundinn í garðinum í Ålkær við Vojens, á meðan fjölskylda hennar sat við garðborð, þegar urrandi hundurinn réðst á stúlkuna og beit hana svo fast í hnakkann að höfuðleðrið rifnaði upp, svo húð og hár hékk eins og leppur fyrir framan augu. Þegar foreldrar stúlkunnar lyftu henni upp, réðst hundurinn á fótlegg barnsins og beit sig fastann inn að beini. Eigandi hundsins var bitinn í axlir, handleggi og hendur. Hin sex ára stúlka er alvarlega slösuð en ekki í lífshættu, hundurinn var strax aflífaður. Eftir þetta atvik hefur verið mikið umræða í Danmörku að banna Staffordshire Terrier þar sem þeir bíta einhvern illa næstum á hverju ári þar í landi.
Frétt úr Jyllandsposten í Danmörku.

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?