þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Viktoría stungin í dag... Geitungarnir vitlausir í okkur..
Haldiði að prinsessan mín hafi ekki bara verið stungin í dag (Bjarney taktu vel eftir STUNGIN). Og kvikindið gerði sér lítið fyrir og stakk sér inn fyrir varir barnsins og beit hana í tunguna.. Þegar ég spurði hana af hverju geitungurinn hafi bitið hana var svarið mjög augljóst: hún hélt að ég væri matur... Viktoría var í skóginum með leikskólanum sínum þegar árásin átti sér stað og var fljótt brugðist við með einhverri sugu sem á að taka allt eitrið út. Það var nú ekki nóg með að barnið mitt hafi verið stungið því að þegar hún var að borða nestið sitt settist geitungur á eplið hennar og leikskólakennarinn brást strax við og ætlaði að slá geitunginn af eplinu en það mistókst aðeins þannig að hann sló eplið úr höndunum á henni (í skóginum þannig að þar fór gott epli).. Viktoría bara róleg yfir þessu og tekur upp rúgbrauðið sitt en viti menn haldiði að það hafi ekki sest annar geitungur á brauðið hennar og sami leikskólakennarinn brást snöggt við og sló brauðið úr höndunum á henni.. Þannig að greyið barnið fékk heldur ekkert að borða í dag.. Það er eins gott að hún fari ekki með í skóginn á morgun því við ætlum að keyra til Köben á morgun og ná í mömmu og pabba en þau ætla að vera hjá okkur í viku.. Er auðvitað byrjuð að baka.. Er að tapa mér í bakstrinum, ég verð örugglega komin í þriggja stafa tölu á vigtini þegar ég kem heim..
Svo kemur Drífa eftir miðnætti á föstudaginn og mikil pressa að taka fram diskódressið.. Ég er búin að vera æfa sporin í allan dag, allt að verða klárt Drífa mín...
En jæja verð að fara að koma mér í háttinn, þarf að vakna snemma..
Hilsen
Hrabba
Svo kemur Drífa eftir miðnætti á föstudaginn og mikil pressa að taka fram diskódressið.. Ég er búin að vera æfa sporin í allan dag, allt að verða klárt Drífa mín...
En jæja verð að fara að koma mér í háttinn, þarf að vakna snemma..
Hilsen
Hrabba
Comments:
<< Home
Hehe, ég tók eftir þessu. Geitungarnir greinilega stinga og bíta til skiptis! Fjölhæfir þessir dönski geitungar;o)
En það er nú ekki fallega gert af þeim að níðast á allri fjölskyldunni með stungum OG ætla svo að borða matinn ykkar að auki! Uss bara...
Yours Bjarney:oD
En það er nú ekki fallega gert af þeim að níðast á allri fjölskyldunni með stungum OG ætla svo að borða matinn ykkar að auki! Uss bara...
Yours Bjarney:oD
hahahaha lilla grey:)
jæja min ordin nagranni ykkar og allt ad gerast. Tetta er samt minsta herbergi sem eg hef sed a æfi minni.. OMG...
Ef tid kikid a jammid og ykkkur langar i einmanna litla stelpu med ykkur ta er ykkur velkomid ad drøsa mer med;) haha
kv matta patta mus
Skrifa ummæli
jæja min ordin nagranni ykkar og allt ad gerast. Tetta er samt minsta herbergi sem eg hef sed a æfi minni.. OMG...
Ef tid kikid a jammid og ykkkur langar i einmanna litla stelpu med ykkur ta er ykkur velkomid ad drøsa mer med;) haha
kv matta patta mus
<< Home