fimmtudagur, september 16, 2004

Búa í höll með þjón og kokk........á ég að elskan eða á ég ekki!!!!!

Haldiði ekki að kellan sé að fara að flytja í Villu um mánaðarmótin. Je dúdda mía! Við Jóna og Birgitt fórum í gær að skoða hús sem við munum allar þrjár búa í. Þetta er ekkert smá hús, við erum að tala um það að það eru pottþétt millar sem eiga þetta hús. Húsið er á þremur hæðum en hjónin sem eiga húsið munu búa á jarðhæðinni en við fáum aðra og þriðju hæð. Ekkert að því....... við erum að tala um að í húsinu eru 3 svefnherbergi með öllu, fínustu mublum og alles svo eru 2 baðherbergi á sitt hvorri hæðinni, bæði baðherbergin eru með sturtu og baði og meira að segja einhverju nudd dóti í öðru baðinu og 5 brúsar að einhverjum nuddsápum sem við eigum að vaða í eftir erfiðar æfingar að sögn húsbóndans, já og svo er fínt eldhús með uppþvottavél og öllu saman, stór stofa og svalir. Þetta er draumi líkast...... en ég er ekki búin svo er stór garður fyrir utan með tjörn og þar búa einhverjir voða fínir fiskar og svo er svona lítill kósí kofi út í garði ....... svona míní sumó með mublum. Þetta er "sjóðheitt" hús eins og Johnny from the blokk orðaði það. Svo það er ekkert slor á okkur dísunum í Weibern......usssss!

En svo ég fari út í aðra sálma ( kellan orðin voða formleg á blogginu) þá er frí hjá okkur stöllum um helgina svo mín ætlar að hendast til Berlínar til Dríbbu, mér sýnist að henni veiti ekki af að fá smá heimsókn, ég talaði við hana í einn og hálfan tíma í gær. Það verður bara gaman, hún er einmitt að fara að keppa á laugardaginn svo ég næ einum leik með henni og svo er aldrei að vita nema við tvíllar kíkjum aðeins á tjúttið.

Annars big syst.....Til lukku með sigurinn!.....frábært að byrja svona vel og ekki hefur minni þótt leiðinlegt að skora sigurmarkið. Klapp á bakið fyrir Hrebs!

Jæja ég læt þetta gott heita í bili, verð að fara að gera eitthvað að viti hérna, t.d að fara að fjárfest í einum lestarmiða til Dríbbu.
Yfir og út Daggan.



Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?