laugardagur, september 25, 2004

Ferill Viktoríu hafin...

Jú jú litla músin fór á fyrstu handboltaæfinguna í dag... Bara mesta krúttið og að sjálfsögðu með skornustu kálfana á svæðinu.. Þessir krakkar eiga ekki séns í litla vöðvabúntið mitt.. Hún stefnir í að verða alvöru köggull eins og mamma sín.. En handboltahæfileikarnir eiga vonandi eftir að aukast því annars lítur þetta ekki nógu vel út.. Var að tala við Dagnýju í símann og hún benti mér bara á að láta krúttið nota harpix... Það gæti nú gert gæfumun.. Spáiði í ef ég myndi mæta með harpix á æfinguna... Hérna Viktoría mín og reyndu svo að geta eitthvað... Hún er auðvitað bara mesta krúttið..

Við spiluðum svo við Slagelse áðan og töpuðum 26-21. Vorum að spila mjög vel en Leganger (markmaður) var að verja eins og geðsjúklingur og gerði okkur oft lífið leitt.. Hún er auðvitað bara besti markmaður ever... Við vorum bara þremur mörkum undir 6 mín fyrir leikslok og klikkum þá á hraðaupphlaupi.. Ergjandi þar sem það hefði skipt gríðarlegu máli að minnka niður í tvö.. Ég fékk svo þriðju brottvísunina mína 3 mín fyrir leikslok og þá náðu þær að auka í 5 mörk.. Annars gekk mér mjög vel í leiknum, var með 6 mörk og átti allavega 8 stoðsendingar.. Mjög svekkjandi að geta ekki gert betur þar sem við áttum mjög góða möguleika á móti þeim.. En það þarf auðvitað að koma helvítis tuðrunni í netið..

Robbi og Stulli spiluðu líka í dag og unnu.. Robbi frekar slappur með aðeins 14 mörk.. Hvenær ætlar hann að fara að geta eitthvað???? Stulli stóð sig líka vel var með 3 mörk...

Jæja læt þetta nægja í bili... Bíð spennt eftir pistlunum frá Hönnu... Og tvíbbar halda puttunum í formi...

Kveðja
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?