sunnudagur, september 05, 2004
Fyrsti deildarleikurinn með Weibern að baki...
Jæja þá er fyrsti leikurinn með Weibern að baki og endaði hann með 3 marka tapi á móti meisturunum í Frankfurt Oder 29-32. Þetta var mjög góður leikur hjá okkur stöllum og vorum við yfir þangað til 10 mín voru eftir en þá klikkaði eitthvað.....veit ekki hvað! en eitthvað! Stemmningin í kofanum var rosa fín, nánast fullt og allt tilheyrandi að sjá á pöllunum, trommur og allt þetta fínerí! Óhætt að segja að nýju íslendingarnir í Þýskaboltanum voru að standa sem vel, þar að segja Jóna og Solla.
Já eins og ég segi þá var fjör í bænum eftir leikinn svo við Johnny vorum "tilneiddar" til að henda í okkur nokkrum og skjótast svo á diskó til hálf sex, helv..... flottar. Við fórum ásamt tveimur þýskum skvísum og óhætt er að segja það að við vorum að gera gott mót á dansgólfinu..... sporin klikka seint hjá kellingunum....ussss! Við Kissí fengum að gista í pöddulandinu hjá Jónu, jesús minn...... þetta er ekki hægt, allt morandi í þessum kvikindum hjá greyið kellunni og ég vaknaði að sjálfsögðu með tvö bit á hnénu.....askotans vitleysa! jæja svo var ræs klukkan eitt en við áttum æfingarleik við Trier klukkan 3. Við vorum að sjálfsögðu helv... hressar, en sem betur fer var allt liðið að fá sér í tánna í gær þannig að við vorum okkur ekkert til mikillar skammar.
Hef þetta gott í bili.
Yfir og út. Dagga diskó.
Já eins og ég segi þá var fjör í bænum eftir leikinn svo við Johnny vorum "tilneiddar" til að henda í okkur nokkrum og skjótast svo á diskó til hálf sex, helv..... flottar. Við fórum ásamt tveimur þýskum skvísum og óhætt er að segja það að við vorum að gera gott mót á dansgólfinu..... sporin klikka seint hjá kellingunum....ussss! Við Kissí fengum að gista í pöddulandinu hjá Jónu, jesús minn...... þetta er ekki hægt, allt morandi í þessum kvikindum hjá greyið kellunni og ég vaknaði að sjálfsögðu með tvö bit á hnénu.....askotans vitleysa! jæja svo var ræs klukkan eitt en við áttum æfingarleik við Trier klukkan 3. Við vorum að sjálfsögðu helv... hressar, en sem betur fer var allt liðið að fá sér í tánna í gær þannig að við vorum okkur ekkert til mikillar skammar.
Hef þetta gott í bili.
Yfir og út. Dagga diskó.