fimmtudagur, september 16, 2004

Fyrstu stigin í hús.

Rosalega ljúft að vera komin með 2 stig eftir fyrsta leikinn en við spiluðum við Kolding á útivelli. Vorum undir 12-11 í hálfleik og lentum svo undir 20-14 en neituðum að gefast upp og jöfnuðum 20-20. Þær komust svo í 21-20 og við jöfnuðum og komumst svo í sókn þegar 50 sek voru eftir en töpuðum boltanum þegar 15 sek voru eftir og þær brunuðu upp og misstu boltann og haldiðið að kellan hafi ekki fengið boltann í hendurnar og dripplað upp allan völlinn og skorað þegar 2 sek voru eftir. Snilld snilld, smá heppni yfir þessu marki, fintaði eina á 12 metrunum og skaut fyrir utan punkta hægra megin.. Markmaðurinn varði hann inn... Mjög öruggt.. En nú eigum við rosalegt prógram framundan. Næstu 6 leikir eru á móti toppliðunum og samkvæmt öllum spám eigum við að tapa þeim öllum en að sjálfsögðu er alltaf möguleiki á sigri.. Það þarf bara að fá helvítis Danina til að trúa á það.. Danir eru raunsæasta fólk í heimi.. Óþolandi.. Samt alveg frábært þegar maður hugsar út í það hvað við Íslendingar erum heimskir í sambandi við svona leiki. Við höfum alltaf trú á því að við getum unnið.. Þannig á það auvitað að vera...
En næsti leikur hjá okkur er núna á laugardaginn en þá mætum við FCK með Camillu Anderson í fararbroddi. Hún var ekki með nema 12 mörk í síðasta leik. Þær eru með svakalegt lið þannig að þessi leikur verður mjög erfiður..
Ég verð nú líka að segja ykkur frá erfiða vinnudeginum mínum í dag. Mætti kl.12 og fór með 7 stráka í bíó á Shrek 2, snilldarmynd, komum svo tilbaka 15.30. Fékk mér að borða og kvaddi því vinnudagurinn var búinn.. Er auðvitað í snilldarvinnu, fæ borgað fyrir að leika mér.. Atvinnu-leikari spáið í því. Er annars alltaf í borðtennis og er orðin helvíti góð, smassari dauðans.
Jæja nóg af bullinu. Ætti að geta sofnað bráðu þar sem klukkan er að verða 02. Á alltaf svolítið erfitt með að gíra mig niður eftir leiki..
Kveð að sinni...
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?