þriðjudagur, september 28, 2004
Haldiði að þetta sé eðlilegt????
Já kæru lesendur hvað getur maður sagt á stundu sem þessari......það eina sem kemur upp hjá mér er "ÉG JÁTA MIG SIGRAÐA". Dríbba mín ef þú vilt halda limum og söngrödd þá hættir þú ekki seinna en núna. Þú gengur full langt þarna, þetta endar með því að ég verð að bjalla á Höbbu Kriss sála til að fá ráð vegna svefntruflana. Svo hér með boða ég frið!!!!!
En úr friðarsamræðum í húsnæðismálin hjá okkur Gunnari Berg. Jebbs......við Gunnar fundum þessa fínu íbúð í gær. Íbúðin er á annari hæð með tveimur svefnherbergjum, litlu eldhúsi, baðherbergi með sturtu og baði, stór og fín stofa og svalir. Svo það lítur allt út fyrir það að við tökum hana. Og ekki er það verra að íbúðin er 100 metra frá einhverjum voða fínum gólfvelli, svo kallinn er ánægður með þetta..... ég hef náttúrlega minni áhyggjur þar sem ég mun búa í Villunni í Weibern 5 daga vikunnar.
Jæja segjum þetta gott í bili, ég er ekki alveg í stuði til að skrifa eftir þessa útreið frá Berlínar-pjöllunni.....óska hér með eftir stuðningi!!!
Daggan
En úr friðarsamræðum í húsnæðismálin hjá okkur Gunnari Berg. Jebbs......við Gunnar fundum þessa fínu íbúð í gær. Íbúðin er á annari hæð með tveimur svefnherbergjum, litlu eldhúsi, baðherbergi með sturtu og baði, stór og fín stofa og svalir. Svo það lítur allt út fyrir það að við tökum hana. Og ekki er það verra að íbúðin er 100 metra frá einhverjum voða fínum gólfvelli, svo kallinn er ánægður með þetta..... ég hef náttúrlega minni áhyggjur þar sem ég mun búa í Villunni í Weibern 5 daga vikunnar.
Jæja segjum þetta gott í bili, ég er ekki alveg í stuði til að skrifa eftir þessa útreið frá Berlínar-pjöllunni.....óska hér með eftir stuðningi!!!
Daggan