mánudagur, september 27, 2004

Handboltagengið í mat..


Í gær buðum við handboltagenginu í mat þ.e.a.s Stulla, Matthildi, Robba, Svölu og Ragga Óskars. Þetta var rosa huggó og var maturinn bara rosa fínn (mér fannst það allavega).. Svo var bara tjattað og átti Raggi comment kvöldsins þegar við vorum að tala um leikinn hjá Robba og Stulla á laugardaginn (þar sem Robbi skoraði 14).. Stulli var að segja að hann hefði alveg getað verið með 18 mörk þar sem hann hefði nokkrum sinnum gefið hann í hraðaupphlaupi þar sem hann gat alveg farið sjálfur.. Robbi sagði þá strax að auðvitað myndi hann alltaf gefa á fremsta manninn... Raggi sprakk þá úr hlátri og minnti hann á þegar þeir voru einhvern tímann að spila með landsliðinu og Raggi var að gefa cirkus sendingu á Guðjón Val í horninu þegar Robbi teygði sig eftir boltanum og skoraði á meðan Guðjón Valur var bara hress í loftinu við hliðina á honum.. Sé þetta alveg fyrir mér.. En það eru allavega komnar myndir frá helginni.. Viktor og Viktoría fóru líka að horfa á Rebekku keppa og tóku nokkrar myndir..
Í dag fór ég svo heim úr vinnunni. Var búin að vera í úlpu inni í 4 tíma að frjósa úr kulda.. Kellan eitthvað að veikjast.. Er svo bara við að hósta úr mér lungun þessa stundina.. Gengur ekki..
Sjúklingurinn verður að fara að lúlla.... Kveð í bili.
Hrabba

Comments:
æi kellingin mín....dr. sveil sendir tér læknandi kvedjur og takk fyrir en hyggelig aften....vonandi fiskur hjá mér næst
 
Takk elskan og tak for sidst.. Hlakka til næsta matarboðs.. Viktoría talar líka ekki um annað en að heimsækja Huldu..
Knús Hrabba
 
Ef Róbert Gunnarsson ætlar ekki að skora nema 14 mörk í leik, þá verður hann að búa sig undir að sitja áfram á varamannabekk íslenska landsliðsins. Svona meðalmennska er ekki nægjanleg fyrri Gumma litla. Jómmi
 
hehe...gott komment!!

en, af hverju erum við svona flöt á myndinni!!!:=) eru þær ekki til stærri...eller?
viktoría má endilega kíkja í heimsókn við tækifæri....náum því reyndar kannski ekki fyrr en eftir haustfrí...sjáum til
 
Ég er ekki nógu mikið tæknitröll.. Þær eru bara til stærri á myndasíðunni.. Sniðugt trix ekki satt.. Nú verða allir að kíkja á myndasíðuna mína..
 
Það er greinilegt að þessi síðan er víðlesin og hefur áhrif. Það sannast best á því að í gær gagnrýndi ég undir rós stjórn hans á Landsliðunu........ í dag sagði hann af sér sem slíkur.

Jómmi
 
Hehe segðu.. Við erum að spá í að fara að selja auglýsingar inn á síðuna.. Eitthvað held ég að sumir séu sáttir með að Guðmundur sé hættur..
Hrabba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?